Enski boltinn

Arnesen vill taka við danska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eins og kunnugt er þá mun Frank Arnesen hætta að starfa fyrir Chelsea í lok leiktíðarinnar en sú ákvörðun kom mörgum á óvart enda hefur Arnesen þótt vera farsæll í starfi.

Ástæðan hefur nú komið í ljós en Arnesen hefur mikinn áhuga á því að taka við danska landsliðinu.

Morten Olsen mun hætta með danska landsliðið næsta sumar eftir tíu ár í starfi.

"Að þjálfa landsliðið er sérstakur heiður. Ég get ekki hugsað mér neitt mikilvægara en að þjálfa landsliðið," sagði Arnesen.

Hann hefur einnig verið orðaður við stjórastöðu hjá FCK, liði Sölva Geirs Ottesen, en sonur Roman Abramovich, eiganda Chelsea, er að kaupa í félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×