Horner ver ákeyrslu Vettels á meistarann Button 30. ágúst 2010 11:04 Sebastian Vettel fékk engin stig á Spa brautinni í gær. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull kom Sebastian Vettel til varnar, en Vettel keyrði meistarann Jenson Button út úr keppninni á Spa brautinni í gær. Reyndi framúrakstur, en bíll hans snerist í bleytunni og lenti inn í hliðinni á McLaren Buttons. "Ég efast ekkert um hæfileika Vettlels. Þetta bara gekk ekki upp hjá honum að þessu sinni. Hann þarf að vera rólegur og einbeittur, en þetta mun falla með honum einn daginn. Hann þurfti að taka augnabliks ákvörðun og hann gerði ein mistök í kapphlaupinu við Jenson", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Jenson bremsaði fyrr en Vettel átti von á og þegar hann reyndi að forðast hann, þá snerist bíllinn og skall á Jenson. Aðstæður voru erfiðar. Vettel er frábær ökumaður og ungur að árum og það er auðvelt að gagnrýna óreynda menn, en hann lærir á þessu." Horner segir Vettel þroskaðan einstakling og að hann skoði í kjölinn hvað gerist og mæti tvíelfdur í slaginn í næsta mót. Horner segist ekki afskrifa titilmöguleika Vettels, þrátt fyrir óhappið í gær. "Hlutirnir geta breyst hratt og Mark (Webber) hefur unnið fleiri mót en nokkur annar ökumaður og hefur ekið afar vel og er í sínu besta formi. Þetta lítur vel út hjá honum, en þetta getur breyst hratt og það væri ekki gáfulegt að afskrifa Sebastian eins og staðan er", sagði Horner. Staðan í stigamótinu 1 Lewis Hamilton 182 2 Mark Webber 179 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 109 7 Robert Kubica 104 8 Nico Rosberg 102 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull kom Sebastian Vettel til varnar, en Vettel keyrði meistarann Jenson Button út úr keppninni á Spa brautinni í gær. Reyndi framúrakstur, en bíll hans snerist í bleytunni og lenti inn í hliðinni á McLaren Buttons. "Ég efast ekkert um hæfileika Vettlels. Þetta bara gekk ekki upp hjá honum að þessu sinni. Hann þarf að vera rólegur og einbeittur, en þetta mun falla með honum einn daginn. Hann þurfti að taka augnabliks ákvörðun og hann gerði ein mistök í kapphlaupinu við Jenson", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Jenson bremsaði fyrr en Vettel átti von á og þegar hann reyndi að forðast hann, þá snerist bíllinn og skall á Jenson. Aðstæður voru erfiðar. Vettel er frábær ökumaður og ungur að árum og það er auðvelt að gagnrýna óreynda menn, en hann lærir á þessu." Horner segir Vettel þroskaðan einstakling og að hann skoði í kjölinn hvað gerist og mæti tvíelfdur í slaginn í næsta mót. Horner segist ekki afskrifa titilmöguleika Vettels, þrátt fyrir óhappið í gær. "Hlutirnir geta breyst hratt og Mark (Webber) hefur unnið fleiri mót en nokkur annar ökumaður og hefur ekið afar vel og er í sínu besta formi. Þetta lítur vel út hjá honum, en þetta getur breyst hratt og það væri ekki gáfulegt að afskrifa Sebastian eins og staðan er", sagði Horner. Staðan í stigamótinu 1 Lewis Hamilton 182 2 Mark Webber 179 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 109 7 Robert Kubica 104 8 Nico Rosberg 102
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira