Hamilton vann í viðburðarríkri keppni Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar 29. ágúst 2010 15:28 Lewis Hamilton fagnar sigri á Spa brautinni í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton á McLaren tók forystu í stigamóti ökumanna með sigri á Spa-brautinni í Belgíu í dag. Hann varð á undan Mark Webber á Red Bull, en Robert Kubica varð þriðji. Webber var fremstur á ráslínu, en mistókst í startinu og missti nokkra ökumenn framúr sér á meðan Hamilton tók forystu. Hann ók af miklu öryggi, nema hvað hann gerði mistök þegar rigna fór undir lok keppninnar. Þá skautaði hann útaf í malargryfju, en hélt ró sinni og náði inn á brautina aftur án þess að tapa fyrsta sætinu. Kubica klúðraði öðru sætinu í þjónustuhléi, þegar hann keyrði út fyrir afmarkað svæði hjá þjónustumönnum sínum og tapaði þannig nokkrum sekúndum. Webber sem var á eftir honum nýtti sér það og skaust framúr á þjónustusvæðinu. Tryggði sér þannig dýrmæt stig með því að krækja í annað sætið. Áður hafði gengið á ýmsu. Sebastian Vettel var í mikilli keppni um annað sætið við Jenson Button, en missti bílinn upp í hliðarskrið þegar hann reyndi framúrakstur. Vettel skall á Button, sem varð að hætta vegna skemmda á McLaren bílnum. Vettel náði að halda áfram, en fékk akstursvíti og skemmdi svo dekk í árekstri seinna í mótinu og komst ekki í stigasæti né heldur Fernando Alonso, einn fimmmenninganna sem eru í titilslagnum. Rubens Barrichello keyrði aftan á Alonso og féll úr leik, en Alonso slapp með skrekkinn en þurfti auka þjónustuhlé. Seinna í keppninni snerist Alonso á votum kanti og endaði út í öryggisvegg og inn á brautina aftur og féll úr leik. Öryggisbíllinn var kallaður út og hópurinn þéttist með Hamilton á undan Webber og Kubica. Staðan breyttist ekkert þegar keppnin var endurræst og Hamilton fagnaði sigrinum vel. Sagði hann eins og fyrsta sigurinn tilfinninglega þegar hann var kominn í endamark gegnum talkerfið. Lokastaðan1. Hamilton McLaren-Mercedes 1,29m04.268s 2. Webber Red Bull-Renault +1.571 3. Kubica Renault +3.493 4. Massa Ferrari +8.264 5. Sutil Force India-Mercedes +9.094 6. Rosberg Mercedes +12.359 7. Schumacher Mercedes +15.548 8. Kobayashi Sauber-Ferrari +16.678 9. Petrov Renault +23.851 10. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari +29.457 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren tók forystu í stigamóti ökumanna með sigri á Spa-brautinni í Belgíu í dag. Hann varð á undan Mark Webber á Red Bull, en Robert Kubica varð þriðji. Webber var fremstur á ráslínu, en mistókst í startinu og missti nokkra ökumenn framúr sér á meðan Hamilton tók forystu. Hann ók af miklu öryggi, nema hvað hann gerði mistök þegar rigna fór undir lok keppninnar. Þá skautaði hann útaf í malargryfju, en hélt ró sinni og náði inn á brautina aftur án þess að tapa fyrsta sætinu. Kubica klúðraði öðru sætinu í þjónustuhléi, þegar hann keyrði út fyrir afmarkað svæði hjá þjónustumönnum sínum og tapaði þannig nokkrum sekúndum. Webber sem var á eftir honum nýtti sér það og skaust framúr á þjónustusvæðinu. Tryggði sér þannig dýrmæt stig með því að krækja í annað sætið. Áður hafði gengið á ýmsu. Sebastian Vettel var í mikilli keppni um annað sætið við Jenson Button, en missti bílinn upp í hliðarskrið þegar hann reyndi framúrakstur. Vettel skall á Button, sem varð að hætta vegna skemmda á McLaren bílnum. Vettel náði að halda áfram, en fékk akstursvíti og skemmdi svo dekk í árekstri seinna í mótinu og komst ekki í stigasæti né heldur Fernando Alonso, einn fimmmenninganna sem eru í titilslagnum. Rubens Barrichello keyrði aftan á Alonso og féll úr leik, en Alonso slapp með skrekkinn en þurfti auka þjónustuhlé. Seinna í keppninni snerist Alonso á votum kanti og endaði út í öryggisvegg og inn á brautina aftur og féll úr leik. Öryggisbíllinn var kallaður út og hópurinn þéttist með Hamilton á undan Webber og Kubica. Staðan breyttist ekkert þegar keppnin var endurræst og Hamilton fagnaði sigrinum vel. Sagði hann eins og fyrsta sigurinn tilfinninglega þegar hann var kominn í endamark gegnum talkerfið. Lokastaðan1. Hamilton McLaren-Mercedes 1,29m04.268s 2. Webber Red Bull-Renault +1.571 3. Kubica Renault +3.493 4. Massa Ferrari +8.264 5. Sutil Force India-Mercedes +9.094 6. Rosberg Mercedes +12.359 7. Schumacher Mercedes +15.548 8. Kobayashi Sauber-Ferrari +16.678 9. Petrov Renault +23.851 10. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari +29.457
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira