Lífið

Með komplexa yfir brosinu

Amanda Seyfried. MYND/Cover Media
Amanda Seyfried. MYND/Cover Media

Leikkonan Amanda Seyfried, 24 ára, sem sló heldur betur í gegn í kvikmyndinni Mamma Mía! árið 2008, er með komplexa yfir því hvernig hún brosir.

Amanda segir óskiljanlegt af hverju fólki finnst hún vera aðlaðandi en hún er óánægð með það hvernig hún brosir.

„Ég er ósköp venjuleg í útliti og þegar ég brosi verða varirnar á mér skrýtnar. Ég skil ekki hvernig nokkrum manni þykir ég aðlaðandi," sagði hún í nýlegu viðtali við Total Film tímaritið.

Amanda er í tímabundnu fríi frá kvikmyndaleik en hún segist ekki lengur hafa áhuga á að leika í rómantískum gamanmyndum.

Hún vill meira en nokkuð annað líkjast fyrirmynd sinni, leikkonunni Meryl Streep, og vanda valið þegar kemur að hlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.