Ísland úr Efta - kjörin burt! 9. ágúst 2010 10:22 Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir „Virkið í norðri" eftir frægu riti Gunnars M. Magnúss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að „herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island" og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenningatengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja - eins og orðinu „lífsrými" sem skýtur líka upp kollinum. Ögmundur varar við gýligjöfum: „…ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Undir lok greinarinnar talar alþingismaðurinn um að við eigum að standa upprétt en ekki að vera „auðtrúa lítilmagni"; og svo fáum við hinn óhjákvæmilega varíant við frasann um barðan þræl og feitan þjón: „Þegar knékrjúpandi maður rís á fætur, hættir hann að vera lítill."Hernumdar þjóðir Danir, Frakkar, Austurríkismenn, Maltverjar, Ítalir, Búlgarir, Finnar, Englendingar, Írar, Belgar, Kýpverjar, Tékkar, Eistar, Þjóðverjar, Grikkir, Ungverjar, Lúxemborgarar, Spánverjar, Svíar… þetta eru hernumdar þjóðir. Þetta eru auðtrúa lítilmagnar. Þetta eru knékrjúpandi menn. Danir kunna að virðast ligeglad með sitt smörrebröð og et par bajere, en það er bara plat því þetta er buguð þjóð undir járnhæl Evrópusambandsins. Frakkar kunna að virðast montnir með allt sitt savoir-faire og haute couture og sil-vous-plait - en Ögmundur veit betur: þetta eru knékrjúpandi menn. Írarnir geta svo sem gaulað endalaust þessa sjálfstæðissöngva sína en í þeirra brjósti á frelsið ekki heima: Feitir þjónar. Og Svíarnir líta kannski út fyrir að vera voða pottþéttir og jättebra en velferðin hjá þeim er bara glerperlur og eldvatn sem þeir hafa fengið: þeir eru nefnilega auðtrúa lítilmagnar. „Festung Island"… „Lífsrými"… Orðbragð Ögmundar Jónassonar spilar á sömu kenndir og merkið sem ég sá á heimasíðu skoðanasystkina hans í samtökum sem kalla sig „Rauðan vettvang": þar er búið að taka burt stjörnurnar úr merki ESB og setja hakakrossa í staðinn. Ætli sé ekki leitun að þjóð sem hefur sýnt Íslendingum jafn mikla skilmálalausa vinsemd og Þjóðverjar. Dylgjur af þessu tagi frá einum helsta áhrifamanni íslenskra stjórnmála eru sérlega óviðkunnanlegar og hreinlega asnalegar.Eia eldvatn! Eia glerperlur! Ögmundur Jónasson líkir í grein sinni aðildarviðræðum ESB og Íslendinga við það þegar þjóðarmorð var framið á frumbyggjum Norður Ameríku og þeir ginntir í samningum til að láta land sitt af hendi fyrir glerperlur og eldvatn, eins og hann orðar það. Í fyrsta lagi gera svona samlíkingar lítið úr hryllilegum atburðum sem við eigum að fjalla um af virðingu fyrir raunverulegum fórnarlömbum raunverulegs hernaðar. Í öðru lagi dregur þetta upp þá mynd af okkar nánustu vina- og samstarfsþjóðum að þær séu óvinir, fari með fláttskap á hendur okkur, ásælist land okkar. Í þriðja lagi hafa Íslendingar verið fullfærir um að svolgra miklu meira eldvatn - í eiginlegri og óeiginlegri merkingu - en þeim er hollt án atbeina annarra þjóða. Og einu glerperlurnar sem sést hafa í viðskiptum íslenskra aðila og Evrópuþjóða eru þær sem sparifjáreigendur þessara þjóða sitja uppi með eftir að hafa verið svo „auðtrúa" að bera traust til þessarar þjóðar: Icesave. Með tali sínu um „glerperlur og eldvatn" dregur Ögmundur upp mynd af Íslendingum sem friðsælli náttúruþjóð sem hér búi í harmóníu við náttúruna og sé grandalaus gagnvart gýligjöfum árásaraðilans. Ekki þarf að líta lengi í kringum sig til sjá hversu fráleit þessi mynd er. Hitt er athyglisvert að þessi sjálfskipaði vinstri maður skuli aldrei minnast á lífskjör almennings í umræðu um Evrópumál, nema með varnaðarorðum um glerperlur og eldvatn - enda vinstri stefnu löngum verið ruglað hér á landi saman við ítrustu þjóðernishyggju. Verði ekkert úr aðild Íslands að ESB er óvíst um stöðu landsins innan evrópska Efnahagssvæðisins, sem Ögmundur er að vísu andvígur, eins og raunar líka aðild Íslands að EFTA. Núverandi gjaldeyrishöft eru skýlaus brot á reglum EES um leið og þau eru forsenda þess að hér fari ekki allt á hvolf á ný. Umræðan um ESB á líka að snúast um lífskjör: til dæmis hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir lífskjör landsmanna ef Ísland hættir í EFTA með tilheyrandi uppnámi á viðskiptum okkar við Evrópulönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir „Virkið í norðri" eftir frægu riti Gunnars M. Magnúss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að „herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island" og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenningatengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja - eins og orðinu „lífsrými" sem skýtur líka upp kollinum. Ögmundur varar við gýligjöfum: „…ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Undir lok greinarinnar talar alþingismaðurinn um að við eigum að standa upprétt en ekki að vera „auðtrúa lítilmagni"; og svo fáum við hinn óhjákvæmilega varíant við frasann um barðan þræl og feitan þjón: „Þegar knékrjúpandi maður rís á fætur, hættir hann að vera lítill."Hernumdar þjóðir Danir, Frakkar, Austurríkismenn, Maltverjar, Ítalir, Búlgarir, Finnar, Englendingar, Írar, Belgar, Kýpverjar, Tékkar, Eistar, Þjóðverjar, Grikkir, Ungverjar, Lúxemborgarar, Spánverjar, Svíar… þetta eru hernumdar þjóðir. Þetta eru auðtrúa lítilmagnar. Þetta eru knékrjúpandi menn. Danir kunna að virðast ligeglad með sitt smörrebröð og et par bajere, en það er bara plat því þetta er buguð þjóð undir járnhæl Evrópusambandsins. Frakkar kunna að virðast montnir með allt sitt savoir-faire og haute couture og sil-vous-plait - en Ögmundur veit betur: þetta eru knékrjúpandi menn. Írarnir geta svo sem gaulað endalaust þessa sjálfstæðissöngva sína en í þeirra brjósti á frelsið ekki heima: Feitir þjónar. Og Svíarnir líta kannski út fyrir að vera voða pottþéttir og jättebra en velferðin hjá þeim er bara glerperlur og eldvatn sem þeir hafa fengið: þeir eru nefnilega auðtrúa lítilmagnar. „Festung Island"… „Lífsrými"… Orðbragð Ögmundar Jónassonar spilar á sömu kenndir og merkið sem ég sá á heimasíðu skoðanasystkina hans í samtökum sem kalla sig „Rauðan vettvang": þar er búið að taka burt stjörnurnar úr merki ESB og setja hakakrossa í staðinn. Ætli sé ekki leitun að þjóð sem hefur sýnt Íslendingum jafn mikla skilmálalausa vinsemd og Þjóðverjar. Dylgjur af þessu tagi frá einum helsta áhrifamanni íslenskra stjórnmála eru sérlega óviðkunnanlegar og hreinlega asnalegar.Eia eldvatn! Eia glerperlur! Ögmundur Jónasson líkir í grein sinni aðildarviðræðum ESB og Íslendinga við það þegar þjóðarmorð var framið á frumbyggjum Norður Ameríku og þeir ginntir í samningum til að láta land sitt af hendi fyrir glerperlur og eldvatn, eins og hann orðar það. Í fyrsta lagi gera svona samlíkingar lítið úr hryllilegum atburðum sem við eigum að fjalla um af virðingu fyrir raunverulegum fórnarlömbum raunverulegs hernaðar. Í öðru lagi dregur þetta upp þá mynd af okkar nánustu vina- og samstarfsþjóðum að þær séu óvinir, fari með fláttskap á hendur okkur, ásælist land okkar. Í þriðja lagi hafa Íslendingar verið fullfærir um að svolgra miklu meira eldvatn - í eiginlegri og óeiginlegri merkingu - en þeim er hollt án atbeina annarra þjóða. Og einu glerperlurnar sem sést hafa í viðskiptum íslenskra aðila og Evrópuþjóða eru þær sem sparifjáreigendur þessara þjóða sitja uppi með eftir að hafa verið svo „auðtrúa" að bera traust til þessarar þjóðar: Icesave. Með tali sínu um „glerperlur og eldvatn" dregur Ögmundur upp mynd af Íslendingum sem friðsælli náttúruþjóð sem hér búi í harmóníu við náttúruna og sé grandalaus gagnvart gýligjöfum árásaraðilans. Ekki þarf að líta lengi í kringum sig til sjá hversu fráleit þessi mynd er. Hitt er athyglisvert að þessi sjálfskipaði vinstri maður skuli aldrei minnast á lífskjör almennings í umræðu um Evrópumál, nema með varnaðarorðum um glerperlur og eldvatn - enda vinstri stefnu löngum verið ruglað hér á landi saman við ítrustu þjóðernishyggju. Verði ekkert úr aðild Íslands að ESB er óvíst um stöðu landsins innan evrópska Efnahagssvæðisins, sem Ögmundur er að vísu andvígur, eins og raunar líka aðild Íslands að EFTA. Núverandi gjaldeyrishöft eru skýlaus brot á reglum EES um leið og þau eru forsenda þess að hér fari ekki allt á hvolf á ný. Umræðan um ESB á líka að snúast um lífskjör: til dæmis hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir lífskjör landsmanna ef Ísland hættir í EFTA með tilheyrandi uppnámi á viðskiptum okkar við Evrópulönd.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar