Innlent

Eldur gaus upp í bíl eftir útafakstur

Lögreglumenn á eftirlitsför sáu í nótt hvar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók út af Hafnarfjarðarvegi á móts við Fífuhvammsveg.

Þar kastaðist bíllinn yfir einhverjar torfærur uns hann nam staðar, en þá gaus upp eldur í honum.

Lögreglumenn náðu að slökkva eldinn með handslökkvitækjum og var ökumaður og farþegi fluttir á Slysadeild til aðhlynningar. Að því loknu var ökumaður fluttur til gistingar í fangageymslum, enda grunaður um fíkniefnaakstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×