Opið bréf til Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra 9. ágúst 2010 00:01 Æ, nú var íslenska þjóðin óheppin! Enn eitt áfallið! Hvert er áfallið, vænti ég að þú spyrjir? Jú Gylfi, hrikalegustu skógareldar í manna minnum í Rússlandi! Af hverju eru skógareldar í Rússlandi áfall fyrir íslenska þjóð? er líklega næsta spurning þín. Jú, vegna hins flókna afleiðusambands verðlags og eignastöðu á Íslandi. Nú spyr ég, þar sem þú ert hagfræðingur. Hvers á íslensk fjölskylda með bága eignastöðu að gjalda að þurfa að sjá á eftir eignum vegna skógarelda í Rússlandi? Já, og fyrir utan það, hvað það er heimskulegt að eignirnar renna nú að stórum hluta til erlendra kröfuhafa bankanna. Frá upptöku verðtryggingar hefur eignarréttur verið virtur að vettugi. Verðtryggingu var ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu. En verðbólga er samkvæmt skilgreiningu það sem gerist með verðlag almennt þegar gjaldmiðill missir verðgildi sitt, verðlag hækkar þá yfir línuna á einhverjum tíma. Með framkvæmd verðtryggingarinnar var hins vegar ekki aðeins leiðrétt fyrir verðbólgu heldur öllum verðbreytingum á einingum í körfu neysluverðsvísitölunnar. Þetta þýðir að þegar breytingar verða á verði vöru í vísitölunni, vegna atviks, sem ekki er hægt að rekja til veikingar gjaldmiðils rekst hún alla leið inn í alla verðtryggða lánasamninga. Þetta leiðir augljóslega til þess að óumsamin eignatilfærsla verður milli lánþega og lánveitanda. Frá 1983 til 1988 jafngilti þessi eignatilfærsla yfir 250 milljörðum frá skuldurum til lánveitenda bara vegna olíuverðshækkana á heimsmarkaði og hækkunar fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað. Þessar verðbreytingar voru óháðar gengi krónunnar og því ótengdar verðbólgu. Eignatilfærslurnar voru því hrein lögleysa. Núna blasir við enn ein holskefla tilfærslna frá skuldurum til lánardrottna. Hveitiverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 50% vegna skógareldanna. Það mun leiða til hækkaðs vöruverðs á Íslandi sem mun bitna á eignastöðu fjölskyldna með verðtryggða lánasamninga. Búast má við að eignatjón muni nema að minnsta kosti tvöföldu tjóni síðasta Suðurlandsskjálfta. Þú segir væntanlega að þetta muni jafna sig þegar verðið gengur niður aftur. En svoleiðis útúrsnúningur dugar ekki. Í millitíðinni munu fjölskyldur þurfa að búa við hækkaðar afborganir og verri lífskjör. Að auki, ef eign fjölskyldu þurrkast upp áður en verðið gengur niður þá er hún einfaldlega gjaldþrota. Þú tókst þér í munn orðið sanngirni um daginn þegar þú tjáðir þig um dóm Hæstaréttar Íslands um gengistryggða lánasamninga. Mátti á þér skilja að ósanngjarnt sé að almenningur njóti vaxtakjara sem algengir eru í nágrannalöndum okkar. Af orðum þínum að dæma þá vilt þú ekki að ósanngirni viðgangist á því sviði sem heyrir undir ráðuneyti þitt. Þú veist það að margar fjölskyldur munu missa restina af eignum sínum í kjölfar skógareldanna í Rússlandi. Hver eru þín sanngirnisrök fyrir því? Ég giska á að þjóðin vilji vita. Ég á ekki von á að þú skiljir samhengi atvikshækkana á vöruverði og eignastöðu íslenskra fjölskyldna frekar en þegar þú stóðst vaktina fyrir íslenska þjóð sem forstöðumaður viðskipta- og hagfræðiskorar Háskóla Íslands. En sagt er að dropinn holi steininn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Örn Karlsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Æ, nú var íslenska þjóðin óheppin! Enn eitt áfallið! Hvert er áfallið, vænti ég að þú spyrjir? Jú Gylfi, hrikalegustu skógareldar í manna minnum í Rússlandi! Af hverju eru skógareldar í Rússlandi áfall fyrir íslenska þjóð? er líklega næsta spurning þín. Jú, vegna hins flókna afleiðusambands verðlags og eignastöðu á Íslandi. Nú spyr ég, þar sem þú ert hagfræðingur. Hvers á íslensk fjölskylda með bága eignastöðu að gjalda að þurfa að sjá á eftir eignum vegna skógarelda í Rússlandi? Já, og fyrir utan það, hvað það er heimskulegt að eignirnar renna nú að stórum hluta til erlendra kröfuhafa bankanna. Frá upptöku verðtryggingar hefur eignarréttur verið virtur að vettugi. Verðtryggingu var ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu. En verðbólga er samkvæmt skilgreiningu það sem gerist með verðlag almennt þegar gjaldmiðill missir verðgildi sitt, verðlag hækkar þá yfir línuna á einhverjum tíma. Með framkvæmd verðtryggingarinnar var hins vegar ekki aðeins leiðrétt fyrir verðbólgu heldur öllum verðbreytingum á einingum í körfu neysluverðsvísitölunnar. Þetta þýðir að þegar breytingar verða á verði vöru í vísitölunni, vegna atviks, sem ekki er hægt að rekja til veikingar gjaldmiðils rekst hún alla leið inn í alla verðtryggða lánasamninga. Þetta leiðir augljóslega til þess að óumsamin eignatilfærsla verður milli lánþega og lánveitanda. Frá 1983 til 1988 jafngilti þessi eignatilfærsla yfir 250 milljörðum frá skuldurum til lánveitenda bara vegna olíuverðshækkana á heimsmarkaði og hækkunar fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað. Þessar verðbreytingar voru óháðar gengi krónunnar og því ótengdar verðbólgu. Eignatilfærslurnar voru því hrein lögleysa. Núna blasir við enn ein holskefla tilfærslna frá skuldurum til lánardrottna. Hveitiverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 50% vegna skógareldanna. Það mun leiða til hækkaðs vöruverðs á Íslandi sem mun bitna á eignastöðu fjölskyldna með verðtryggða lánasamninga. Búast má við að eignatjón muni nema að minnsta kosti tvöföldu tjóni síðasta Suðurlandsskjálfta. Þú segir væntanlega að þetta muni jafna sig þegar verðið gengur niður aftur. En svoleiðis útúrsnúningur dugar ekki. Í millitíðinni munu fjölskyldur þurfa að búa við hækkaðar afborganir og verri lífskjör. Að auki, ef eign fjölskyldu þurrkast upp áður en verðið gengur niður þá er hún einfaldlega gjaldþrota. Þú tókst þér í munn orðið sanngirni um daginn þegar þú tjáðir þig um dóm Hæstaréttar Íslands um gengistryggða lánasamninga. Mátti á þér skilja að ósanngjarnt sé að almenningur njóti vaxtakjara sem algengir eru í nágrannalöndum okkar. Af orðum þínum að dæma þá vilt þú ekki að ósanngirni viðgangist á því sviði sem heyrir undir ráðuneyti þitt. Þú veist það að margar fjölskyldur munu missa restina af eignum sínum í kjölfar skógareldanna í Rússlandi. Hver eru þín sanngirnisrök fyrir því? Ég giska á að þjóðin vilji vita. Ég á ekki von á að þú skiljir samhengi atvikshækkana á vöruverði og eignastöðu íslenskra fjölskyldna frekar en þegar þú stóðst vaktina fyrir íslenska þjóð sem forstöðumaður viðskipta- og hagfræðiskorar Háskóla Íslands. En sagt er að dropinn holi steininn.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar