Viðskipti innlent

Ólafur Páll er hæfur til að sitja í Magma nefnd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Salan á HS Orku er ákaflega umdeild. Mynd/ Valgarður.
Salan á HS Orku er ákaflega umdeild. Mynd/ Valgarður.
Ólafur Páll Jónsson er hæfur til að sitja í nefnd um kaup Magma Energy Sweden AB á eignarhluta HS Orku ehf. og starfsumhverfi orkugeirans, samkvæmt niðurstöðu forsætisráðuneytisins.

Ráðuneytið lét Trausta Fannar Valsson, sérfræðing í stjórnsýslurétti, meta hæfi Ólafs Páls eftir að viðtal birtist við föður hans á vef Morgunblaðsins. Faðir hans er fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar og átti þátt í sölu á 1% hlut í fyrirtækinu HS Orku til aðila sem seinna seldi hluti í fyrirtækinu til erlends aðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×