Enski boltinn

Sörensen gæti verið á leið frá Stoke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thomas Sörensen í leik með danska landsliðinu.
Thomas Sörensen í leik með danska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Thomas Sörensen hefur gefið í skyn að hann kunni að yfirgefa herbúðir Stoke City nú í janúarmánuði.

Sörensen er 33 ára danskur markvörður sem lék áður með Sunderland og Aston Villa. Hann skrifaði nýverið undir nýjan samning við Stoke en gæti freistast til að fara annað ef honum stendur til boða að spila í Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni.

Fyrr á tímabilinu barst óformleg fyrirspurn í Sörensen frá stóru evrópsku félagi. „Það var þó ekki það sem hentaði mér eins og er," sagði Sörensen við danska fjölmiðla. „Ég vil spila með liðum í hæsta gæðaflokki - með Danmörku á HM og félagsliði í Evrópukeppnunum."

„Ég er ánægður þar sem ég er núna. En ef tilboð berst verður erfitt að hafna því."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×