Össur hlynntur þjóðstjórn 19. júní 2010 06:00 Vel kemur til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðja að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Ég er þingræðissinni og vil efla veg þingsins. Ég er æ meira að verða þeirrar skoðunar að mál eigi að leiða til lykta í samráði stjórnar og stjórnarandstöðu," segir Össur. Hann segir samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu í Icesave-málinu hafa sýnt fram á að samstarf allra flokka geti verið heppilegt stjórnar-form. „Ég vildi gjarnan sjá miklu meira samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Mér finnst vel koma til greina að menn skoði þann kost að koma á þjóðstjórn til þess að ná betur utan um ýmis vandamál, og til að gera þjóðina sáttari. Þetta er stjórnarform sem reynslan úr Icesave-málinu í vetur hefur gert fýsilegra í mínum augum," segir Össur.Hann segir að lesa megi úr niðurstöðum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga áhuga fólks á nýjum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum. Þjóðstjórn væri breyting sem myndi hafa í för með sér gerbreytingu á störfum stjórnvalda og Alþingis. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, lagði það til á fundi með ríkisstjórninni skömmu eftir hrunið haustið 2008 að stofnað yrði til þjóðstjórnar. Aðspurður segir Össur líklegt að það hafi ekki hjálpað þeirri hugmynd að Davíð Oddsson hafi nánast ruðst inn á ríkisstjórnarfund og skellt henni á borðið. Það hafi þó varla vakað fyrir Davíð að vinna gegn því að þjóðstjórn gæti orðið að veruleika með því að leggja tillöguna fram, enda telur Össur að Davíð hafi á þeim tíma séð sjálfan sig sem forsætisráðherraefni á nýjan leik. - bj Fréttir Innlent Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Vel kemur til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðja að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Ég er þingræðissinni og vil efla veg þingsins. Ég er æ meira að verða þeirrar skoðunar að mál eigi að leiða til lykta í samráði stjórnar og stjórnarandstöðu," segir Össur. Hann segir samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu í Icesave-málinu hafa sýnt fram á að samstarf allra flokka geti verið heppilegt stjórnar-form. „Ég vildi gjarnan sjá miklu meira samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Mér finnst vel koma til greina að menn skoði þann kost að koma á þjóðstjórn til þess að ná betur utan um ýmis vandamál, og til að gera þjóðina sáttari. Þetta er stjórnarform sem reynslan úr Icesave-málinu í vetur hefur gert fýsilegra í mínum augum," segir Össur.Hann segir að lesa megi úr niðurstöðum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga áhuga fólks á nýjum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum. Þjóðstjórn væri breyting sem myndi hafa í för með sér gerbreytingu á störfum stjórnvalda og Alþingis. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, lagði það til á fundi með ríkisstjórninni skömmu eftir hrunið haustið 2008 að stofnað yrði til þjóðstjórnar. Aðspurður segir Össur líklegt að það hafi ekki hjálpað þeirri hugmynd að Davíð Oddsson hafi nánast ruðst inn á ríkisstjórnarfund og skellt henni á borðið. Það hafi þó varla vakað fyrir Davíð að vinna gegn því að þjóðstjórn gæti orðið að veruleika með því að leggja tillöguna fram, enda telur Össur að Davíð hafi á þeim tíma séð sjálfan sig sem forsætisráðherraefni á nýjan leik. - bj
Fréttir Innlent Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent