Fernando Alonso vann ítalska kappaksturinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2010 13:30 Fernando Alonso. Mynd/AP Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. Þetta var 18. sigur Ferrrari í ítalska kappakstrinum og þriðji sigur liðsins á þessu tímabili. Michael Schumacher hafði verið síðasti Ferrari-maðurinn til þess að vinna á Monza þegar hann vann sinn fimmta titil á brautinni árið 2006. Mark Webber hjá Red Bull náði aðeins sjötta sætinu í kappakstrinum en það nægði honum þó til þess að koma honum aftur í efsta sætið í keppni ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren féll nefnilega strax út í fyrsta hring þegar hann keyrði utan í Massa og eyðilagði hægra hjólið að framan. Hamilton er í öðru sætinu í stigakeppninni fimm stigum á eftir Webber. Þriðji sigur ársins hjá Fernando Alonso þýðir að hann er 21 stigi á eftir Webber þegar fimm mót eru eftir. Hann er nú búinn að vinna 24 mót á ferli sínum í formúlu eitt.Lokastaðan í Monza-kappakstrinum: 1. Alonso, Ferrari 2. Button, McLaren 3. Massa, Ferrari 4. Vettel, Red Bull 5. Rosberg, Mercedes 6. Webber, Red Bull 7. Hulkenberg, Williams 8. Kubica, Renault 9. Schumacher, Mercedes 10. Barrichello WilliamsStaðan í keppni ökumanna: 1. Webber, Red Bull 187 2. Hamilton, McLaren 182 3. Alonso, Ferrari 166 4. Button, McLaren 165 5. Vettel, Red Bull 163 6. Massa, Ferrari 124 7. Rosberg, Mercedes 112 8. Kubica, Renault 108 Formúla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. Þetta var 18. sigur Ferrrari í ítalska kappakstrinum og þriðji sigur liðsins á þessu tímabili. Michael Schumacher hafði verið síðasti Ferrari-maðurinn til þess að vinna á Monza þegar hann vann sinn fimmta titil á brautinni árið 2006. Mark Webber hjá Red Bull náði aðeins sjötta sætinu í kappakstrinum en það nægði honum þó til þess að koma honum aftur í efsta sætið í keppni ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren féll nefnilega strax út í fyrsta hring þegar hann keyrði utan í Massa og eyðilagði hægra hjólið að framan. Hamilton er í öðru sætinu í stigakeppninni fimm stigum á eftir Webber. Þriðji sigur ársins hjá Fernando Alonso þýðir að hann er 21 stigi á eftir Webber þegar fimm mót eru eftir. Hann er nú búinn að vinna 24 mót á ferli sínum í formúlu eitt.Lokastaðan í Monza-kappakstrinum: 1. Alonso, Ferrari 2. Button, McLaren 3. Massa, Ferrari 4. Vettel, Red Bull 5. Rosberg, Mercedes 6. Webber, Red Bull 7. Hulkenberg, Williams 8. Kubica, Renault 9. Schumacher, Mercedes 10. Barrichello WilliamsStaðan í keppni ökumanna: 1. Webber, Red Bull 187 2. Hamilton, McLaren 182 3. Alonso, Ferrari 166 4. Button, McLaren 165 5. Vettel, Red Bull 163 6. Massa, Ferrari 124 7. Rosberg, Mercedes 112 8. Kubica, Renault 108
Formúla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira