Lífið

Eurovision: Íslendingar svartsýnir um gengi Heru

Tíu prósent aðspurðra veðja á Heru Björk í fyrsta til þriðja sæti í undankeppninni.
Tíu prósent aðspurðra veðja á Heru Björk í fyrsta til þriðja sæti í undankeppninni.
Á heimasíðu Eurorásarinnar, nýju netútvarpsstöðvarinnar sem spilar bara lög úr Eurovision, er að finna könnun þar sem spurt er um gengi Heru Bjarkar með lagið Je Ne Sais Quoi í Eurovision eftir tvær vikur.

Spurt er um í hvaða sæti Hera lendir í keppninni. Gefnir eru þrír valmöguleikar, 1.-3. sæti, 7.-12. sæti og 13. sæti eða neðar. Rúmlega 360 atkvæði hafa verið greidd og er langstærstur hluti þeirra, eða 49%, á þann veg að hún lendi í 13. sæti eða neðar. 27% segja 7.-12. sæti, 14% segja 4.-6. sæti og 10% veðja á 1.-3. sæti.

Til þess að komast upp úr undankeppninni þarf Hera að lenda í einu af tíu efstu sætunum. Á síðu Eurorásarinnar er einnig spurt um hvort að kjósendur séu Eurovision-nördar og svara 70% þeirra já.

Hér má sjá myndbandið við Je Ne Sais Quoi.


Tengdar fréttir

Rekur Eurovision-útvarpsstöð á Netinu

Gunnar Ásgeirsson, 23 ára sýningarstjóri í Smárabíói, er útvarpstjóri í hjáverkum. Hann hefur komið sér upp litlu hljóðveri heima hjá sér í Garðabænum þar sem hann sendir út gömul og ný Eurovision-lög á Netinu. Gunnar hefur fengið Írisi Hólm í lið með sér en hún er með kvöldþátt netstöðvarinnar. Þau hafa hins vegar aldrei hist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.