Lífið

Snorri Helgason í Lundúnum

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason kemur fram á hinum norrænu Ja Ja Ja-tónleikum í London í kvöld.
Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason kemur fram á hinum norrænu Ja Ja Ja-tónleikum í London í kvöld.

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason kemur fram á hinum norrænu Ja Ja Ja-tónleikum á The Lexington í London í kvöld. Einnig koma fram danska poppsveitin No And the Maybes og Mariam „Mamma" Jäntti frá Finnlandi. Snorri mun spila lög af fyrstu plötu sinni, I"m Gonna Put My Name On Your Door, sem kom út í fyrra við góðar undirtektir.

„Ég og hljómsveitin erum búin að vera að æfa eins og brjálæðingar og undirbúa okkur fyrir Lundúnaferðina okkar. Ef þið verðið í London þá eða þekkið einhvern þar megið þið endilega benda þeim á að koma. Þetta verður mjög gott," segir Snorri. Það var Stuart Clarke frá bransablaðinu Music Week sem sá um að velja flytjendurna þrjá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.