Hótelkeðjan Hilton Worldwide hefur ákveðið að íslenska flöskuvatnið Icelandic Glacial verði í hávegum haft á meira en 750 hótelum sínum um víða veröld.
Íslenska vatnið, sem fyrirtækið Icelandic Water Holdings ehf. framleiðir, þótti bera af öðrum vatnstegundum eftir að gerðar höfðu verið ítarlegar prófanir á gæðum frá mörgum framleiðendum.
Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segist afar stoltur af niðurstöðunni.- gb