Formúla 1

Webber vildi láta hægja á Vettel

Webber í forystu efttir ræsinguna í Tyrklandi um helgina.
Webber í forystu efttir ræsinguna í Tyrklandi um helgina. Mynd: Getty Images
Christian Horner hjá Red Bull segir í samtali við autosport.com í dag að Mark Webber hafi beðið lið sitt að hægja Vettel áður en áreksturinn milli þeirra varð staðreynd í Tyrklandi á sunnudaginn. Red Bull stjórarnir voru ekki tilbúnir að biðja Vettel að slaka á, þar sem Lewis Hamilton og Jenson Button voru rétt á eftir honum. "Það var ljóst að McLaren var með meiri hámarkshraða á beinu köflunum. Mark bað um að aðeins yrði hægt á Sebastian . En það var ekki nokkur leið að gera slíkt, því McLaren voru á eftir okkur", sagði Horner um málið. "Það leit út fyrir að Mark væri í vandræðum með afturdekkin frá okkar bæjardyrum séð. Vettel nálgaðist hann hratt í 38 og 39 hring og sá fékk tækifæri í 40 hring. Báðir upplifðu þar atvik sem þeir vildu ekki." "Við erum heppnir að báðir ökumenn eru þroskaðir einstaklingar, en það var hiti í mönnum á sunnudaginn. Þeir fara trúlega ekki saman á pöbbinn, en munu vinna saman á fagmannlegan hátt. Þeir vinna hjá liðinu og vita reglurnar", sagði Horner.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×