Vill að Dagur víki 31. maí 2010 09:53 Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í Reykjavík, víki í ljósi slæmra úrslita í kosningunum um helgina. Karl segir að úrslitin séu þau langverstu í sögu Samfylkingarinnar. Í pistli á vefnum Herðubreið segir Karl að mánuði fyrir kosningarnar hafi 30% Reykvíkinga viljað að Dagur yrði borgarstjóri, en um 37% hafi viljað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins.Forysta um breytingar „Hófst þá kosningabaráttan. Þegar henni lauk vildu 20 prósent borgarbúa Dag í embættið, en 40 prósent Hönnu Birnu, allnokkru fleiri en vildu Jón Gnarr. Þetta er því miður saga kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir síðustu tvennar borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn gerði fátt annað en að tapa fylgi eftir að baráttan hófst," segir Karl. Þá vitnar Karl í orð Dags um að rökrétt og mikilvægt væri að Samfylkingin hefðu forystu um breytingar. „Hvernig væri nú að oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík íhugaði sína stöðu - því varla hefur hann náð þeim árangri sem hann ætlaði, hvorki nú né árið 2006? -, stæði upp úr sæti sínu og hleypti Hjálmari Sveinssyni að í borgarstjórn?" spyr Karl og vitnar til þess að Hjálmar Sveinsson, fjórði maður á lista Samfylkingarinnar, sagðist um helgina íhuga stöðu sína í ljósi þess að hann hafi ekki náð kjöri sem aðalmaður í borgarstjórn.Raunverulegt innihald „Það væri sannarlega að bregðast við kröfum um breytingar. Það væri sannarlega að hafa forystu um breytingar. Og það sem meira er: Í slíkri breytingu væri fólgið raunverulegt innihald," segir Karl í pistlinum sem hægt er að lesa hér. Kosningar 2010 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í Reykjavík, víki í ljósi slæmra úrslita í kosningunum um helgina. Karl segir að úrslitin séu þau langverstu í sögu Samfylkingarinnar. Í pistli á vefnum Herðubreið segir Karl að mánuði fyrir kosningarnar hafi 30% Reykvíkinga viljað að Dagur yrði borgarstjóri, en um 37% hafi viljað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins.Forysta um breytingar „Hófst þá kosningabaráttan. Þegar henni lauk vildu 20 prósent borgarbúa Dag í embættið, en 40 prósent Hönnu Birnu, allnokkru fleiri en vildu Jón Gnarr. Þetta er því miður saga kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir síðustu tvennar borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn gerði fátt annað en að tapa fylgi eftir að baráttan hófst," segir Karl. Þá vitnar Karl í orð Dags um að rökrétt og mikilvægt væri að Samfylkingin hefðu forystu um breytingar. „Hvernig væri nú að oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík íhugaði sína stöðu - því varla hefur hann náð þeim árangri sem hann ætlaði, hvorki nú né árið 2006? -, stæði upp úr sæti sínu og hleypti Hjálmari Sveinssyni að í borgarstjórn?" spyr Karl og vitnar til þess að Hjálmar Sveinsson, fjórði maður á lista Samfylkingarinnar, sagðist um helgina íhuga stöðu sína í ljósi þess að hann hafi ekki náð kjöri sem aðalmaður í borgarstjórn.Raunverulegt innihald „Það væri sannarlega að bregðast við kröfum um breytingar. Það væri sannarlega að hafa forystu um breytingar. Og það sem meira er: Í slíkri breytingu væri fólgið raunverulegt innihald," segir Karl í pistlinum sem hægt er að lesa hér.
Kosningar 2010 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira