Fjórir piltar grunaðir um yfir 80 innbrot 2. júní 2010 05:00 Mennirnir virðast hafa staðið í ströngu í maí, og brotist inn í fleiri tugi bústaða í Grímsnesi, á Þingvöllum og í Borgarfirði. Fréttablaðið / stefán Fjórir unglingspiltar eru í haldi yfirvalda, þrír í gæsluvarðhaldi og einn á meðferðarstofnuninni Stuðlum, grunaðir um að standa að mikilli innbrotaöldu á Suður- og Vesturlandi í maí. Elsti pilturinn er átján ára Íslendingur en hinir þrír, einn fimm-tán ára og tveir sextán ára, eru af pólsku og slóvensku bergi brotnir. Þeir eru allir búsettir á höfuðborgar-svæðinu. Þrír úr hópnum voru handteknir eftir innbrotahrinu í Borgarfirði í fyrri hluta maí. Þorsteinn Jónsson hjá lögreglunni í Borgarnesi segir mennina grunaða um 25 innbrot á svæðinu en ómögulegt sé að segja til um hversu mikið komi til með að sannast á þá. Mennirnir neita að hafa komið nærri brotunum. Skömmu áður voru sömu menn handteknir vegna átta innbrota í bústaði við Sogið. Þeir hafa gengist við þeim að hluta. Fjórmenningarnir voru loks handteknir í síðustu viku grunaðir um innbrot í tugi bústaða í Grímsnesi og á Þingvallasvæðinu. Tilkynningar til lögreglu eru nú orðnar um fimmtíu og þeim gæti enn fjölgað. Svo virðist sem þeir hafi stolið pallbíl í Reykjavík fyrir síðustu atlöguna, ekið honum austur fyrir fjall og hlaðið hann þýfi. Þeir reyndu síðan að brjótast inn í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en þurftu frá að hverfa. Heildarfjöldi innbrotanna sem þeir eru grunaðir um er orðinn á níunda tug. Piltarnir ásældust einkum flatskjái og önnur raftæki. Talið er að drjúgum hluta af þýfinu hafi verið komið í verð og vandséð er að hægt verði að endurheimta það. Þorgrímur Óli Sigurðsson hjá lögreglunni á Selfossi segist aldrei hafa kynnst öðru eins. „Þetta eru langflest sumarbústaðainnbrot sem við höfum séð. Þarna erum við að fá ársskammtinn á innan við mánuði.“ Þorsteinn Jónsson í Borgarnesi segist, eftir sextán ára reynslu af starfinu, nú horfa upp á alveg nýja tegund af glæpamönnum. „Þessir menn nota vettlinga og skóhlífar til að finnast síður og virðast vera mjög forhertir þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi að lögregla hafi stöðvað mennina við reglubundið eftirlit af því að þeir hafi þótt grunsamlegir, en leyft þeim að halda áfram för. Örfáum mínútum síðar, um leið og þeir hurfu sjónum lögreglu, hafi þeir hins vegar brotist inn. stigur@frettabladid.is Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fjórir unglingspiltar eru í haldi yfirvalda, þrír í gæsluvarðhaldi og einn á meðferðarstofnuninni Stuðlum, grunaðir um að standa að mikilli innbrotaöldu á Suður- og Vesturlandi í maí. Elsti pilturinn er átján ára Íslendingur en hinir þrír, einn fimm-tán ára og tveir sextán ára, eru af pólsku og slóvensku bergi brotnir. Þeir eru allir búsettir á höfuðborgar-svæðinu. Þrír úr hópnum voru handteknir eftir innbrotahrinu í Borgarfirði í fyrri hluta maí. Þorsteinn Jónsson hjá lögreglunni í Borgarnesi segir mennina grunaða um 25 innbrot á svæðinu en ómögulegt sé að segja til um hversu mikið komi til með að sannast á þá. Mennirnir neita að hafa komið nærri brotunum. Skömmu áður voru sömu menn handteknir vegna átta innbrota í bústaði við Sogið. Þeir hafa gengist við þeim að hluta. Fjórmenningarnir voru loks handteknir í síðustu viku grunaðir um innbrot í tugi bústaða í Grímsnesi og á Þingvallasvæðinu. Tilkynningar til lögreglu eru nú orðnar um fimmtíu og þeim gæti enn fjölgað. Svo virðist sem þeir hafi stolið pallbíl í Reykjavík fyrir síðustu atlöguna, ekið honum austur fyrir fjall og hlaðið hann þýfi. Þeir reyndu síðan að brjótast inn í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en þurftu frá að hverfa. Heildarfjöldi innbrotanna sem þeir eru grunaðir um er orðinn á níunda tug. Piltarnir ásældust einkum flatskjái og önnur raftæki. Talið er að drjúgum hluta af þýfinu hafi verið komið í verð og vandséð er að hægt verði að endurheimta það. Þorgrímur Óli Sigurðsson hjá lögreglunni á Selfossi segist aldrei hafa kynnst öðru eins. „Þetta eru langflest sumarbústaðainnbrot sem við höfum séð. Þarna erum við að fá ársskammtinn á innan við mánuði.“ Þorsteinn Jónsson í Borgarnesi segist, eftir sextán ára reynslu af starfinu, nú horfa upp á alveg nýja tegund af glæpamönnum. „Þessir menn nota vettlinga og skóhlífar til að finnast síður og virðast vera mjög forhertir þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi að lögregla hafi stöðvað mennina við reglubundið eftirlit af því að þeir hafi þótt grunsamlegir, en leyft þeim að halda áfram för. Örfáum mínútum síðar, um leið og þeir hurfu sjónum lögreglu, hafi þeir hins vegar brotist inn. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira