Enski boltinn

Arsenal segir að Fabregas sé ekki til sölu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/AP
Arsenal hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna formlegs tilboðs spænska liðsins Barcelona í fyrirliða liðsins, Cesc Fabregas. Arsenal hefur hafnað tilboði spænsku meistaranna og segir Fabregas ekki vera til sölu.

„Cesc Fabregas er algjör lykilmaður í liði Arsenal og stór hluti af framtíðarplönum liðsins," sagði í yfirlýsingu Arsenal og þar er vakin athygli á því að leikmaðurinn er með samning við Arsenal til ársins 2015 og að Arsenal vonast til þess að Barcelona virði þessa afstöðu.

Hinn 23 ára gamli Cesc Fabregas er búinn að vera hjá Arsenal síðan að hann var sextán ára en Fabregas kom þá til London eftir að hafa farið í gegnum unglingastarf Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×