Öryggi barna á sundstöðum Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. desember 2010 06:15 Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, skrifar grein í Fréttablað gærdagsins þar sem hann furðar sig á nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins um öryggismál á sundstöðum. Ómar telur það hið versta mál að börnum yngri en tíu ára sé nú óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi fimmtán ára eða eldri. Hingað til hefur verið miðað við átta ára aldur. Ómar segist ekki sjá nein rök fyrir þessari breytingu. Mér er bæði ljúft og skylt að útskýra fyrir honum á hvaða forsendum ákvörðun mín byggir. Breytingin er að sjálfsögðu til komin vegna öryggissjónarmiða. Hlutfall barna sem eru synd átta ára er lægra en hlutfall þeirra sem eru synd tíu ára gömul. Einnig eru börn yngri en tíu ára líklegri til að drukkna vegna þess að þau hafa ekki eins góð viðbrögð í öndunarvegi. Þannig hafa kokviðbrögð alla jafnan náð eðlilegum þroska við tíu ára aldur. Meðal þeirra sem styðja þessa breytingu á reglugerðinni eru Félag barnalækna, Umboðsmaður barna, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn Samtaka forstöðumanna sundstöðva á Íslandi. Í umsögn Félags barnalækna og Sjóvá Forvarnarhúss um umrædda breytingu eru taldar upp fjórar ástæður fyrir hækkun aldurstakmarks í tíu ár: 1. Í rannsókn á tíðni drukknana frá 1984 til 1993 kom fram að 42% allra barna sem rannsóknin náði yfir drukknuðu á opinberum sundstöðum. Flest þeirra voru á aldrinum 6-9 ára. 2. Í könnun sem unnin var af sundkennurum árið 1998 kemur fram að einungis 25% barna sem náð hafa 8 ára aldri eru synd samkvæmt gildandi skilgreiningum sundkennslu. 3. Reynslan sýnir að flestir foreldrar hugsa fyrst og fremst um aldur barna en taka ekki tillit til raunverulegrar sundkunnáttu barna sinna. Foreldrar hafa í flestum tilfellum ekki skýra mynd af hvort barnið er synt eða ekki og treysta um of á gæslu sundlaugarvarða. 4. Samsetning íbúa á Íslandi hefur breyst. Þau börn sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa mörg hver ekki hlotið sundkennslu sem er sambærileg þeirri sem veitt er hér á landi. Í þessu ljósi tók ég þá ákvörðun að hækka aldurstakmarkið í tíu ár. Ómar segist byggja andstöðu sína við þessa ákvörðun á spjalli við sundsérfræðinga og skorar því á mig að fresta gildistöku reglugerðarinnar og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Eins og fram kemur hér að framan er afstaða mín meðal annars byggð á þekkingu Félags barnalækna, Umboðsmanns barna og stjórnar Samtaka forstöðumanna sundstöðva. Ef Ómar telur sig búa yfir frekari upplýsingum sem kynnu að hafa áhrif á ákvörðun mína í málinu hvet ég hann til að koma á minn fund og gera grein fyrir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, skrifar grein í Fréttablað gærdagsins þar sem hann furðar sig á nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins um öryggismál á sundstöðum. Ómar telur það hið versta mál að börnum yngri en tíu ára sé nú óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi fimmtán ára eða eldri. Hingað til hefur verið miðað við átta ára aldur. Ómar segist ekki sjá nein rök fyrir þessari breytingu. Mér er bæði ljúft og skylt að útskýra fyrir honum á hvaða forsendum ákvörðun mín byggir. Breytingin er að sjálfsögðu til komin vegna öryggissjónarmiða. Hlutfall barna sem eru synd átta ára er lægra en hlutfall þeirra sem eru synd tíu ára gömul. Einnig eru börn yngri en tíu ára líklegri til að drukkna vegna þess að þau hafa ekki eins góð viðbrögð í öndunarvegi. Þannig hafa kokviðbrögð alla jafnan náð eðlilegum þroska við tíu ára aldur. Meðal þeirra sem styðja þessa breytingu á reglugerðinni eru Félag barnalækna, Umboðsmaður barna, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn Samtaka forstöðumanna sundstöðva á Íslandi. Í umsögn Félags barnalækna og Sjóvá Forvarnarhúss um umrædda breytingu eru taldar upp fjórar ástæður fyrir hækkun aldurstakmarks í tíu ár: 1. Í rannsókn á tíðni drukknana frá 1984 til 1993 kom fram að 42% allra barna sem rannsóknin náði yfir drukknuðu á opinberum sundstöðum. Flest þeirra voru á aldrinum 6-9 ára. 2. Í könnun sem unnin var af sundkennurum árið 1998 kemur fram að einungis 25% barna sem náð hafa 8 ára aldri eru synd samkvæmt gildandi skilgreiningum sundkennslu. 3. Reynslan sýnir að flestir foreldrar hugsa fyrst og fremst um aldur barna en taka ekki tillit til raunverulegrar sundkunnáttu barna sinna. Foreldrar hafa í flestum tilfellum ekki skýra mynd af hvort barnið er synt eða ekki og treysta um of á gæslu sundlaugarvarða. 4. Samsetning íbúa á Íslandi hefur breyst. Þau börn sem hingað hafa flutt undanfarin ár hafa mörg hver ekki hlotið sundkennslu sem er sambærileg þeirri sem veitt er hér á landi. Í þessu ljósi tók ég þá ákvörðun að hækka aldurstakmarkið í tíu ár. Ómar segist byggja andstöðu sína við þessa ákvörðun á spjalli við sundsérfræðinga og skorar því á mig að fresta gildistöku reglugerðarinnar og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Eins og fram kemur hér að framan er afstaða mín meðal annars byggð á þekkingu Félags barnalækna, Umboðsmanns barna og stjórnar Samtaka forstöðumanna sundstöðva. Ef Ómar telur sig búa yfir frekari upplýsingum sem kynnu að hafa áhrif á ákvörðun mína í málinu hvet ég hann til að koma á minn fund og gera grein fyrir þeim.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar