Formúla 1

Rosberg sneggstur á rigningardegi

Nico Rosberg á Mercedes í rigningunni í dag.
Nico Rosberg á Mercedes í rigningunni í dag. mynd: Getty Images

Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á Barcelona brautinni í dag á næst síðasta degi æfinga fyrir fyrsta mót ársins, eftir tvær vikur. Rigndi eftir hádegi sem takmarkaði möguleika ökumanna.

Sebastian Buemi á Torro Rosso varð annar í dag á Torro Rosso og meistarinn Jenson Button á McLaren þriðji. Rubens Barrichelloi á Williams varð fjórði og íÍ gær var Nico Hulkenberg fljótastur á Williams, aðeins 0.1 sekúndu á undan Fernando Alonso á Ferrari. Pedro de la Rosa á Sauber Ferrari varð þriðji, en lið hans hefur komið óvart.

Michael Schumacher ók í gær en var ekki sérlega ánægður með tímann til að byrja með, hann varð sjöundi en síðan birti yfir honum þegar hann fregnaði bensínmagn annarra bíla. Hann gerir þó ekki ráð fyrir sigrum í fyrstu mótum ársins á Mercedes bílnum, en Rosberg var þó fljótastur á slíkum bíl í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×