Fótbolti

Samningaviðræður Sneijder og Inter sigldu í strand

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Samningaviðræður Wesley Sneijder við Inter ganga ekki vel og þolinmæði beggja aðila virðist vera á þrotum.

Sneijder er að fá 4 milljónir evra á ári en hann vill fá launahækkun upp í 6.5 milljónir manna.

Inter er einfaldlega ekki tilbúið að mæta þessum kröfum og því gæti Sneijder verið á förum.

Ef svo fer munu fjölmörg félög bítast um hann. Barcelona er sagt hafa áhuga og Mourinho gæti einnig verið spenntur fyrir því að fá hann til Real Madrid á ný.

Svo er Man. Utd einnig í myndinni en Sneijder hefur áður gefið í skyn að hann vilji spila þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×