Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning 9. september 2010 16:07 Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir. Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Stöðvar 2 og Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu fréttarinnar sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila" vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.Þetta var lagað eftir ábendingu frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors, og er beðist velvirðingar á því að þessi orð hafi dottið út. Í upphaflegri útgáfu á Vísi var talað um lánveitingar til Björgólfs Thors, en um var að ræða lánveitingar til Björgólfs Thors og tengdra aðila.Í frétt Stöðvar 2 var hvergi fullyrt að FME hafi ekki verið kunnugt um eignarhlut starfsmanna Novators í félaginu Givenshire Equities. Í fréttaskýringu sem birtist á Vísi var hins vegar dregin sú ályktun að FME hafi ekki verið kunnugt um eignarhlutinn þar sem starfsmönnum Landsbankans sjálfs hafi ekki verið kunnugt um hann. Fréttastofa hefur undir höndum gögn frá starfsmanni Landsbankans sem sýnir að svokallaður „customer account" í Lúxemborg hafi haldið utan um 5 prósenta hlut í félaginu á móti 95 prósenta hlut félagsins Valhamar Group Ltd, sem var í eigu Björgólfs Thors. Starfsmenn Landsbankans vissu semsagt ekki hver átti hlutinn því eignarhaldið var skráð þannig hjá bankanum sjálfum.Sá hluti fréttaskýringarinnar sem hafði að geyma ályktun fréttamanns var lagfærður eftir ábendingu Ragnhildar Sverrisdóttur. Björgólfur Thor Björgólfsson vill koma því á framfæri að FME hafi verið látið vita af eignarhaldinu á 5 prósenta hlutnum í Givenshire Equities á Kýpur, sem var í eigu starfsmanna Novators, í ársbyrjun 2007. Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum um hvort FME hafi verið kunnugt um hvernig eignarhaldinu var háttað en engin svör fengið þaðan. Eins og fréttastofa greindi frá í gær vill Björgólfur Thor Björgólfsson ekki gefa það upp hvaða starfsmenn Novators það voru sem áttu hlutinn. Tengdar fréttir Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Stöðvar 2 og Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu fréttarinnar sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila" vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.Þetta var lagað eftir ábendingu frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors, og er beðist velvirðingar á því að þessi orð hafi dottið út. Í upphaflegri útgáfu á Vísi var talað um lánveitingar til Björgólfs Thors, en um var að ræða lánveitingar til Björgólfs Thors og tengdra aðila.Í frétt Stöðvar 2 var hvergi fullyrt að FME hafi ekki verið kunnugt um eignarhlut starfsmanna Novators í félaginu Givenshire Equities. Í fréttaskýringu sem birtist á Vísi var hins vegar dregin sú ályktun að FME hafi ekki verið kunnugt um eignarhlutinn þar sem starfsmönnum Landsbankans sjálfs hafi ekki verið kunnugt um hann. Fréttastofa hefur undir höndum gögn frá starfsmanni Landsbankans sem sýnir að svokallaður „customer account" í Lúxemborg hafi haldið utan um 5 prósenta hlut í félaginu á móti 95 prósenta hlut félagsins Valhamar Group Ltd, sem var í eigu Björgólfs Thors. Starfsmenn Landsbankans vissu semsagt ekki hver átti hlutinn því eignarhaldið var skráð þannig hjá bankanum sjálfum.Sá hluti fréttaskýringarinnar sem hafði að geyma ályktun fréttamanns var lagfærður eftir ábendingu Ragnhildar Sverrisdóttur. Björgólfur Thor Björgólfsson vill koma því á framfæri að FME hafi verið látið vita af eignarhaldinu á 5 prósenta hlutnum í Givenshire Equities á Kýpur, sem var í eigu starfsmanna Novators, í ársbyrjun 2007. Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum um hvort FME hafi verið kunnugt um hvernig eignarhaldinu var háttað en engin svör fengið þaðan. Eins og fréttastofa greindi frá í gær vill Björgólfur Thor Björgólfsson ekki gefa það upp hvaða starfsmenn Novators það voru sem áttu hlutinn.
Tengdar fréttir Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Sjá meira
Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37