Formúla 1

Webber: Red Bull með sigurbíll

Webber ræðir við tæknimenn Red Bull á æfingum á Jerez brautinni.
Webber ræðir við tæknimenn Red Bull á æfingum á Jerez brautinni. Mynd: Getty Images

Ástralinn Mark Webber telur að nýi Red Bull bíllinn sé líklegur sigurvegari í Formúlu 1 mótum ársins, en hann keyrði bílinn eftir frumsýningu hans í vikunni og fór 99 hringi um Jerez brautina. Hann var þó aðeins með níunda besta tíma.

"Við verðum í sókninni á toppnum, en það eru nokkrir aðrir fljótir og aðrir hægari, en ég tel stöðuna vænlega", sagði Webber.

"Keppnistímabilið er langt (19 mót) og við sáum hvernig staðan breyttist hjá Brawn eftir fyrstu mótin og menn verða að gæta að því. Það er margt sem þarf að læra varðandi nýju reglurnar, en það hefði verið gott að geta keyrt aðeins meira. Annars gekk allt að óskum, þó það væri smá hlutir að stríða okkur", sagði Webber






Fleiri fréttir

Sjá meira


×