Lífið

Myndir af gosinu í Ósló

Bæði Dagbladet og Aftenposten hafa sýnt ljósmyndasýningu um Eyjafjallajökul áhuga.
Bæði Dagbladet og Aftenposten hafa sýnt ljósmyndasýningu um Eyjafjallajökul áhuga.
„Þetta er sýning um gosið í Eyjafjallajökli. Við erum að setja þetta upp með það í huga að fólk sjái að hægt er að ferðast hingað þrátt fyrir liðna atburði," segir Anna María Sigurjónsdóttir.

Anna María og Sigurgeir Sigurjónsson verða með myndir sínar af gosinu í Eyjafjallajökli til sýnis í galleríi í Ósló. „Um er að ræða um 30 myndir sem teknar eru á tímabilinu mars til maí ásamt nokkrum loftmyndum frá Fimmvörðuhálsi," segir Anna María. Eigandi gallerísins í Noregi hefur nú þegar fengið Dagbladet og Aftenposten í Ósló til að mæta á opnunina.

„Við ætlum einnig að setja sýninguna upp í London og erum í viðræðum við nokkra aðila um að setja hana upp víðar," bætir Anna María við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.