Enski boltinn

Beckford búinn að ganga frá fjögurra ára samningi við Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jermaine Beckford fagnar marki sínu á móti Manchester United í enska bikarnum í vetur.
Jermaine Beckford fagnar marki sínu á móti Manchester United í enska bikarnum í vetur. Mynd/AFP
Jermaine Beckford, framherji Leeds, er búinn að skrifa undir fjögurra samning við Everton en hann skoraði 31 mark á sínu síðasta tímabili sem leikmaður Leeds og hjálpaði félaginu að komast upp í ensku b-deildina.

Jermaine Beckford hafnaði nýjum samningi við Leeds síðasta sumar en samningur hans rann út eftir þetta tímabil og því kemur hann til Everton á frjálsri sölu.

Leeds sleppti honum reyndar mánuði áður en samningur hans rann út og þar með gat hann gengið frá samningi sínum við Everton.

Jermaine Beckford lék á sínum tíma með unglingaliðum Chelsea en hann sló í gegn á þessu tímabili þegar hann tryggði Leeds sigur á Manchester United í enska bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×