Harvardprófessor: Ragnarrök innan tveggja vikna 9. maí 2010 07:34 Ferguson trúir því ekki að grísk stjórnvöld hafi bolmagn til að standa við loforð sín um niðurskurð hjá hinu opinbera þar í landi. Harvardprófessorinn Niall Ferguson segir að efnahagsleg ragnarrök séu framundan og það jafnvel innan tveggja vikna. Þetta kemur fram í viðtali við prófessorinn í Dagens Næringsliv. Ferguson trúir því ekki að grísk stjórnvöld hafi bolmagn til að standa við loforð sín um niðurskurð hjá hinu opinbera þar í landi. Þar með trúir Ferguson því ekki heldur að Grikkir geti staðið við lánaskuldbindingar sínar. Ferguson telur að gríska vandamálið muni því smitast hratt yfir til Portúgals og Spánar og hann nefnir einnig Ítalíu og Belgíu sem lönd með mikla skuldabyrði. Erfiðleikar í þessum löndum muni hella olíu á þann eld sem fyrir er og það innan skamms tíma, að mati prófessorsins. Business.dk tekur þetta mál upp í dag og setur í danskt samhengi, það er hvað danskir hlutabréfaeigendur hafa tapað gífurlegum fjárhæðum á þeim óróa sem verið hefur á fjármálamörkuðum undanfarið vegna Grikklands. Á fimmtudag og föstudag, í kjölfar dýfunnar miklu á Wall Street þegar Dow Jones vísitalan sökk um 1.000 punkta á nokkrum mínútum rýrnaði verðmæti danskra hlutabréfa um 20 milljarða danskra kr. eða 440 milljarða kr. Frá síðustu mánaðarmótum hafa Danirnir tapað 100 milljörðum danskra kr. í kauphöllinni í Kaupmannahöfn eða um 2.200 milljörðum kr. Þetta tap er þó hrein skiptimynt miðað við það sem bandarískir hlutabréfaeigendur máttu horfa upp á í nokkrar mínutur síðdegis á fimmtudaginn var. Að Dow Jones vísitalan taki 1.000 punkta dýfu þýðir að 1.000 milljarðar dollara fjúka út um gluggann. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Harvardprófessorinn Niall Ferguson segir að efnahagsleg ragnarrök séu framundan og það jafnvel innan tveggja vikna. Þetta kemur fram í viðtali við prófessorinn í Dagens Næringsliv. Ferguson trúir því ekki að grísk stjórnvöld hafi bolmagn til að standa við loforð sín um niðurskurð hjá hinu opinbera þar í landi. Þar með trúir Ferguson því ekki heldur að Grikkir geti staðið við lánaskuldbindingar sínar. Ferguson telur að gríska vandamálið muni því smitast hratt yfir til Portúgals og Spánar og hann nefnir einnig Ítalíu og Belgíu sem lönd með mikla skuldabyrði. Erfiðleikar í þessum löndum muni hella olíu á þann eld sem fyrir er og það innan skamms tíma, að mati prófessorsins. Business.dk tekur þetta mál upp í dag og setur í danskt samhengi, það er hvað danskir hlutabréfaeigendur hafa tapað gífurlegum fjárhæðum á þeim óróa sem verið hefur á fjármálamörkuðum undanfarið vegna Grikklands. Á fimmtudag og föstudag, í kjölfar dýfunnar miklu á Wall Street þegar Dow Jones vísitalan sökk um 1.000 punkta á nokkrum mínútum rýrnaði verðmæti danskra hlutabréfa um 20 milljarða danskra kr. eða 440 milljarða kr. Frá síðustu mánaðarmótum hafa Danirnir tapað 100 milljörðum danskra kr. í kauphöllinni í Kaupmannahöfn eða um 2.200 milljörðum kr. Þetta tap er þó hrein skiptimynt miðað við það sem bandarískir hlutabréfaeigendur máttu horfa upp á í nokkrar mínutur síðdegis á fimmtudaginn var. Að Dow Jones vísitalan taki 1.000 punkta dýfu þýðir að 1.000 milljarðar dollara fjúka út um gluggann.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira