Nú fyrir skömmu lenti þyrla Landhelgisgæslunnar í Húsadal. Samkvæmt Hrafnhildi Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, er ekki um útkall að ræða - þyrlan sinni umferðareftirliti með lögreglunni.
„Þetta er samkvæmt samkomulagi við Ríkislögreglustjóra. Þeir hafa gert þetta síðustu sumur, að fylgjast með umferð, og yfirleitt er lögreglumaður með í för," segir Hrafnhildur.
Nú um helgina er spáð góðu veðri og því flykkist fólk á þjóðvegina. Hrafnhildur segir engan þurfa að undra þó þyrla Landhelgisgæslunnar sveimi yfir helstu þjóðvegum.
„Þeir munu vera í svona eftirliti þessar mestu ferðahelgar í sumar," segir hún."