Innlent

Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar

Guðbjarni Traustason.
Guðbjarni Traustason.

Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante á Spáni.

Á heimasíðu Frjálsynda flokksins segir: „Vefsíða xf.is fékk þennan póst frá heimild sem xf.is telur að ekki sé ástæða til að rengja. Sá sagðist hafa farið á Kaffihúsi í gærkvöldi og hitt þar mann sem er Pólstjörnufarinn og kærustu hans. Þegar maðurinn spurði afgreiðslumanneskju á kaffihúsinu í dag hvort að Pólstjörnufarinn hafi verið þar, var eins og rynni upp fyrir henni ljós því maðurinn, Pólstjörnufarinn, hafi kvatt með þessum orðum "Sjáumst eftir þrjú ár."Þá var kallað á eftir honum "Hvert ertu að fara?"Svarið var, "Til Alicante!"

Heimildamaður Frjálslynda flokksins er ekki nefndur á nafn í póstinum. Þar kemur hinsvegar fram að hann hafi reynt að gera lögreglunni viðvart en ekki náð í neinn. Hann hringdi víst líka í 112 sem ekki gat aðstoðað hann.

Frjálsyndi flokkurinn gagnrýnir þetta harðlega.

Vísir áréttar þó að það er lögreglan á Selfossi sem fer með málið en hægt er að ná í lögreglumenn þar í síma: 480 1010.

Færslu Frjálslynda flokksins má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×