Fátt um svör fyrr en kröfur Íslands verða lagðar fram 9. nóvember 2010 04:00 Timo Summa Hinn finnski sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi er með aðstöðu í gömlu Moggahöllinni við Aðalstræti, á hæðinni fyrir neðan flokksskrifstofur Vinstri grænna.fréttablaðið/stefán Evrópusambandið getur litlu svarað um viðbrögð sín við samningskröfum Íslendinga fyrr en þær kröfur hafa formlega verið lagðar fram. „Auðvitað getum við giskað á hlutina, en það er ekki okkar hlutverk," segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. „Það er íslenska stjórnin sem þarf að segja okkur hver þeirra afstaða er, og þá getum við sest niður og rætt saman." Þótt Íslendingar hafi nefnt ýmislegt, bæði í opinberri umræðu hér heima og í óformlegum viðræðum við embættismenn Evrópusambandsins, um þær kröfur sem nauðsynlegt er að gera til Evrópusambandsins svo hagsmunir Íslendinga verði tryggðir í aðildarviðræðum, þá hafa enn engar formlegar kröfur verið lagðar fram. Það verður ekki hægt að gera fyrr en svokallaðri rýnivinnu er lokið, en hún felst í því að fulltrúar bæði Íslands og Evrópusambandsins fara sameiginlega í gegnum bæði íslensk lög og lög ESB til að komast nákvæmlega að því hvað ber á milli. Sú rýnivinna hefst á mánudaginn kemur og samkvæmt fundaáætlun, sem utanríkisráðuneytið birti nýverið, lýkur henni ekki fyrr en í júní á næsta ári. Þeirri vinnu er skipt niður í 35 kafla eftir málasviðum. Búist er við því að mest beri á milli í köflum um sjávarútveg, landbúnað og nokkur önnur stór hagsmunamál Íslendinga, en í flestum köflunum hefur Ísland fyrir löngu aðlagað sitt lagaumhverfi að lögum Evrópusambandsins. „Auðvitað er enginn fullkominn, Ísland ekki heldur. Þannig að við þurfum að fara í gegnum þetta allt og skoða hvort einhvers staðar þurfi að fínstilla eitthvað," segir Summa. Rýnivinnan fer þannig fram að fyrst er haldinn fundur, þar sem fulltrúar Evrópusambandsins útskýra nákvæmlega fyrir fulltrúum Íslands hvernig löggjöf Evrópusambandsins er háttað í hverjum kafla fyrir sig. Nokkru síðar er haldinn annar fundur þar sem Íslendingar útskýra fyrir Evrópusambandinu hvernig íslenskri löggjöf er háttað um efni viðkomandi kafla. Að því búnu setja Íslendingar fram samningskröfur sínar fyrir hvern kafla, og þá fyrst verður hægt að hefja eiginlegar samningaviðræður. „Auðvitað köllum við þetta viðræður," segir Summa, spurður um hvort Evrópusambandið bjóði upp á raunverulegt svigrúm til samninga. „Við höfum áður átt í aðildarviðræðum við ríki sem búa við sérstöðu í einhverjum málum. Við höfum ákveðnar meginreglur og höldum okkur við þær, en við þurfum að vita hvaða kröfur Íslendingar hafa og hvað þeir leggja mesta áherslu á. Ef það koma upp einhver vandamál þá ræðum við það." Meðan aðildarviðræður standa yfir birtir framkvæmdastjórn ESB árlega skýrslu um framvindu þeirra. Fyrsta skýrslan um Ísland verður birt í dag. Timo Summa segist í sjálfu sér ekki reikna með miklum tíðindum í þeirri skýrslu, öðrum en þeim að framvindan hafi gengið vel eins og við var búist. „Þegar næsta ársskýrsla verður birt, eftir um það bil eitt ár, þá munum við vita miklu meira." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Evrópusambandið getur litlu svarað um viðbrögð sín við samningskröfum Íslendinga fyrr en þær kröfur hafa formlega verið lagðar fram. „Auðvitað getum við giskað á hlutina, en það er ekki okkar hlutverk," segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. „Það er íslenska stjórnin sem þarf að segja okkur hver þeirra afstaða er, og þá getum við sest niður og rætt saman." Þótt Íslendingar hafi nefnt ýmislegt, bæði í opinberri umræðu hér heima og í óformlegum viðræðum við embættismenn Evrópusambandsins, um þær kröfur sem nauðsynlegt er að gera til Evrópusambandsins svo hagsmunir Íslendinga verði tryggðir í aðildarviðræðum, þá hafa enn engar formlegar kröfur verið lagðar fram. Það verður ekki hægt að gera fyrr en svokallaðri rýnivinnu er lokið, en hún felst í því að fulltrúar bæði Íslands og Evrópusambandsins fara sameiginlega í gegnum bæði íslensk lög og lög ESB til að komast nákvæmlega að því hvað ber á milli. Sú rýnivinna hefst á mánudaginn kemur og samkvæmt fundaáætlun, sem utanríkisráðuneytið birti nýverið, lýkur henni ekki fyrr en í júní á næsta ári. Þeirri vinnu er skipt niður í 35 kafla eftir málasviðum. Búist er við því að mest beri á milli í köflum um sjávarútveg, landbúnað og nokkur önnur stór hagsmunamál Íslendinga, en í flestum köflunum hefur Ísland fyrir löngu aðlagað sitt lagaumhverfi að lögum Evrópusambandsins. „Auðvitað er enginn fullkominn, Ísland ekki heldur. Þannig að við þurfum að fara í gegnum þetta allt og skoða hvort einhvers staðar þurfi að fínstilla eitthvað," segir Summa. Rýnivinnan fer þannig fram að fyrst er haldinn fundur, þar sem fulltrúar Evrópusambandsins útskýra nákvæmlega fyrir fulltrúum Íslands hvernig löggjöf Evrópusambandsins er háttað í hverjum kafla fyrir sig. Nokkru síðar er haldinn annar fundur þar sem Íslendingar útskýra fyrir Evrópusambandinu hvernig íslenskri löggjöf er háttað um efni viðkomandi kafla. Að því búnu setja Íslendingar fram samningskröfur sínar fyrir hvern kafla, og þá fyrst verður hægt að hefja eiginlegar samningaviðræður. „Auðvitað köllum við þetta viðræður," segir Summa, spurður um hvort Evrópusambandið bjóði upp á raunverulegt svigrúm til samninga. „Við höfum áður átt í aðildarviðræðum við ríki sem búa við sérstöðu í einhverjum málum. Við höfum ákveðnar meginreglur og höldum okkur við þær, en við þurfum að vita hvaða kröfur Íslendingar hafa og hvað þeir leggja mesta áherslu á. Ef það koma upp einhver vandamál þá ræðum við það." Meðan aðildarviðræður standa yfir birtir framkvæmdastjórn ESB árlega skýrslu um framvindu þeirra. Fyrsta skýrslan um Ísland verður birt í dag. Timo Summa segist í sjálfu sér ekki reikna með miklum tíðindum í þeirri skýrslu, öðrum en þeim að framvindan hafi gengið vel eins og við var búist. „Þegar næsta ársskýrsla verður birt, eftir um það bil eitt ár, þá munum við vita miklu meira." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira