Íslenski boltinn

Barthez verður í marki KR í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Leit KR-inga að nýjum markverði hefur tekið nýja og óvænta stefnu því Fabien Barthez, fyrrum markvörður Man. Utd og franska landsliðsins, er kominn til félagsins og mun standa í marki liðsins gegn Þrótti er liðin mætast í Lengjubikarnum á KR-vellinum klukkan 14.00 í dag.

Leit KR að nýjum markverði hefur ekkert gengið og menn þar á bæ að verða svartsýnir enda styttist í að Íslandsmótið hefjist.

Þeir vissu af því að Barthez hefði áður sýnt áhuga á að spila á Íslandi en litlu mátti muna að hann gengi í raðir Breiðabliks árið 2007.

Barthez er aðeins 38 ára gamall og hefur velt því fyrir sér síðustu ár að taka að sér framandi og spennandi verkefni. Því var hann opinn fyrir því að koma til Íslands er KR-ingar hringdu.

KR-ingar buðu Barthez að vera á Íslandi yfir páskana. Loforð um þyrluferð yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi á víst að hafa kveikt neistann hjá Barthez sem kom til landsins í gærkvöldi.

KR-ingar fá svo að sjá í dag hvort Barthez sé í einhverri leikæfingu. Ef svo er gæti vel farið svo að Frakkinn spili á Íslandi í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×