Fótbolti

Sandro skilinn eftir á flugvellinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Redknapp skildi Brassann eftir.
Redknapp skildi Brassann eftir.

Skrípaleikurinn í kringum Brasilíumanninn Sandro hjá Tottenham hélt áfram er hann var skilinn eftir á Stansted-flugvelli er liðið hélt til Þýskalands þar sem það mætir Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld.

Liðsfélagi hans, Wilson Palacios, sagði honum að mæta á flugvöllinn en þar sem Sandro var ekki í Meistaradeildarhópi félagsins var honum meinað að fara um borð.

Hinn 21 árs gamli Sandro var keyptur á 6.5 milljónir punda frá Internacional í mars síðastliðnum.

Hann mætti síðan ekki til félagsins er hann átti að koma þangað. Stjóri liðsins, Harry Redknapp, sagði að hann yrði líklega að fara til Spánar ef hann ætlaði sér að hitta manninn í eigin persónu. Hann var þá að æfa þar með brasilíska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×