Alonso heillaður af Ferrari og spáir titli 3. maí 2010 13:50 Fernando Alonso spáir Ferrari meistaratitli en hann vann fyrsta mót ársins, en fjórum mótum er nú lokið og hann er í toppslagnum. Mynd: Getty Images Fernando Alonso telur að brotthvarf Michael Schumachers frá Ferrari til Mercedes bjóði honum upp á meira frjálsræði í herbúðum Ferrari. Allt snerist um Schumacher þegar hann var hjá liðinu. Autosport.com greinir frá því að ítalski fjölmiðilinn Corriere della Sera hafi það eftir Alonso að hann þurfi ekki að starfa í skugga Schumachers og hann hafi því fallið fljótt inn í liðsandann hjá Ferrari. Liðið sé trúlega frjálslegra. Alonso segir að það hafi verið nokkuð óvænt þegar Schumacher ákvað að keppa á ný. "Ég var hissa á að hann mætti til keppni á ný... hann lifði rólegaheitarlífi og hafði góðan feril að baki", sagði Alonso um málið. Hann telur að Red Bull sé sterkasta liðið í dag hvað árangur í tímatökum varðar. "Red Bull er mjög hraðskreitt lið í tímatökum, en við getum náð þeim í mótunum. McLaren kann að framþróa bíla sína, eru mjög fljótir, en við erum engir grænjaxlar heldur. Í heildina litið: Ferrari er meistarlið ársins í uppsiglingu. Alonso telur gott að starfa með Ferrari, en áður var hann hjá Minardi, Renault, McLaren og svo aftur Renault. "Þetta er betra en ég átti von á. Ég gerði ráð fyrir að starfa með öflugasta liðinu, en Ferrari er líka ástríðufullt lið, í raun lífsviðhorf ef svo má segja. Ég er gagntekinn af þessari hugmyndafræði og tilfinningu." Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso telur að brotthvarf Michael Schumachers frá Ferrari til Mercedes bjóði honum upp á meira frjálsræði í herbúðum Ferrari. Allt snerist um Schumacher þegar hann var hjá liðinu. Autosport.com greinir frá því að ítalski fjölmiðilinn Corriere della Sera hafi það eftir Alonso að hann þurfi ekki að starfa í skugga Schumachers og hann hafi því fallið fljótt inn í liðsandann hjá Ferrari. Liðið sé trúlega frjálslegra. Alonso segir að það hafi verið nokkuð óvænt þegar Schumacher ákvað að keppa á ný. "Ég var hissa á að hann mætti til keppni á ný... hann lifði rólegaheitarlífi og hafði góðan feril að baki", sagði Alonso um málið. Hann telur að Red Bull sé sterkasta liðið í dag hvað árangur í tímatökum varðar. "Red Bull er mjög hraðskreitt lið í tímatökum, en við getum náð þeim í mótunum. McLaren kann að framþróa bíla sína, eru mjög fljótir, en við erum engir grænjaxlar heldur. Í heildina litið: Ferrari er meistarlið ársins í uppsiglingu. Alonso telur gott að starfa með Ferrari, en áður var hann hjá Minardi, Renault, McLaren og svo aftur Renault. "Þetta er betra en ég átti von á. Ég gerði ráð fyrir að starfa með öflugasta liðinu, en Ferrari er líka ástríðufullt lið, í raun lífsviðhorf ef svo má segja. Ég er gagntekinn af þessari hugmyndafræði og tilfinningu."
Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira