Enski boltinn

Liverpool og Reading skildu jöfn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Simon Church fagnar marki sínu.
Simon Church fagnar marki sínu.

Liverpool byrjaði nýja árið ekki með neinni flugeldasýningu er liðið sótti Reading heim í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.

Það mátti vart sjá í leiknum hvort liðið væri í efri hluta úrvalsdeildar og hvort liðið væri í neðri hluta 1. deildarinnar.

Það var Reading sem náði forystunni með marki Simon Church á 24. mínútu. Liverpool jafnaði tólf mínútum síðar og var nokkur heppnisstimpill á því marki.

Gerrard gaf boltann í teiginn þar sem Kuyt virtist vera rangstæður en var það nú samt ekki. Kuyt hitti ekki boltann sem sigldi engu að síður í hornið.

Leikurinn var annars fjörugur og skemmtilegur. Reading síst lakari aðilinn en bæði lið fengu ágætis færi til þess að skora en allt kom fyrir ekki. Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik.

Gylfi Þór Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson voru allir í byrjunarliði Reading og stóðu sig með miklum sóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×