Enski boltinn

Grant skilur reiði stuðningsmanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hundruðir stuðningsmanna Portsmouth mótmæltu ástandinu hjá félaginu eftir leikinn gegn Coventry í dag sem endaði með 1-1 jafntefli. Liðið verða því að mætast aftur.

Rétt rúmlega 11 þúsund manns mættu á leikinn sem er enginn mæting. Eftir leik stóð síðan stór hópur og söng hvað hefði orðið um peninga og hvar eigandi félagsins væri eiginlega.

„Ég var mjög hrifinn af stuðningsmönnunum í dag. Þeir studdu okkur allan leikinn og þetta er ekki auðveldur tími fyrir þá. Ég ber virðingu fyrir þessu fólki og skil vel af hverju það er svona ósátt," sagði Grant.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×