Viðskipti erlent

Talið að fjöldi fólks geti misst vinnuna vegna afskipta stjórnvalda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talið er að lögunum sé beint gegn Tesco. Mynd/ AFP.
Talið er að lögunum sé beint gegn Tesco. Mynd/ AFP.
Talið er að 25 þúsund störf muni tapast á Bretlandi á næstu áratugum ef svokallað Samkeppnispróf sem ríkisstjórnin þar í landi hefur boðað, gengur eftir.

The Daily Telegraph segir að prófinu, sem ætlað er að koma í veg fyrir að stórmarkaðir verði of stórir á markaði, hefði komið í veg fyrir að 5000 störf yrðu sköpuð á árunum 2006-2008 ef lög um prófin hefðu verið í gildi þá.

Talið er að lögum um Samkeppnispróf sé beint gegn Tesco verslunarkeðjunni. Hins vegar er talið að af þeim 5000 störfum sem hefðu tapast á árunum 2006-2008 hefðu 2800 störf verið hjá öðrum verslunum.

The Daily Telegraph segir að kaupmenn í smáverslun hafi farið illa út úr niðursveiflunni og að verkalýðsfélög séu mjög líkleg til þess að gagnrýna harkalega inngrip í atvinnulífið sem standa í vegi fyrir því að ný störf verði sköpuð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×