Enski boltinn

Þeir sem safna skuldum eru að svindla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, skammar þau félög sem eyða óhóflega miklu fé í leikmenn og steypa félaginu í skuldir á sama tíma.

„Knattspyrnu snýst um að vinna leiki og hafa bókhaldið í lagi. Það er meginreglan og fyrir henni hef ég barist. Hinir eru hálfpartinn að svindla," sagði Wenger.

„Það eru stuðningsmennirnir sem eiga félögin. Þess vegna finnst mér það vera skylda mín að sjá til þess að reksturinn sé í lagi."

Chelsea tilkynnti á miðvikudag að félagið væri nánast skuldlaust. Aðspurður um það sagði Wenger.

„Við lifum greinilega á tímum töframanna."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×