Erlent

17 milljón brjálaðar býflugur

Óli Tynes skrifar
Slökkviliðsmenn notuðu úðakerfi til að halda býflugunum í skefjum.
Slökkviliðsmenn notuðu úðakerfi til að halda býflugunum í skefjum. Mynd/AP

Slökkviliðsmönnum sem komu að fjögurra bíla árekstri í Minnesota brá í brún þegar þeir sáu farþegana sem þeir þurftu að eiga við.

Einn bílanna var nefnilega trukkur sem var að flytja sautján milljón býflugur á milli búa. Og býflugurnar voru ekki hrifnar af hristingnum og hamaganginum.

Sjónarvottur sagði að loftið hefði verið þykkt af brjáluðum býflugum.

Slökkviliðsmennirnir notuðu úðakerfi til að halda býflugunum frá meðan þeir sinntu fólkinu í árekstrinum, en einn maður lést og annar var fluttur á sjúkrahús.

Allmargir hlutu stungur en engum varð þó meint af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×