Snæfellsjökull lýstur upp til að vekja fólk 26. maí 2010 05:15 Þýski ljósalistamaðurinn fór ásamt samverkafólki sínu á Snæfellsjökul í gær og kveðst heillaður af landslaginu á Íslandi.Mynd/Sighvatur Lárusson „Þetta verða skilaboð til allra hér á jörðu um að við verðum að takast á við hnattræna hlýnun,“ segir þýski listamaðurinn Gert Hof, sem áætlar að lýsa upp sjálfan Snæfellsjökul í október á þessu ári. Hof segist lengi hafa verið hugfanginn af Norðurpólnum og að boð um að koma hingað hafi fallið vel að því. Hann skoðaði aðstæður á Snæfellsjökli í gær og kveðst heillaður af landslaginu hér. „Það er virkilega undravert og á sama tíma ögrandi fyrir mig sem listamann,“ segir hann. Hof fæddist í Austur-Þýskalandi árið 1951. Hann var lengi leikstjóri og óperustjóri áður en hann gekk rokklistinni á hönd á tíunda áratugnum og útvíkkaði sviðslist sína svo um munaði. Hof hefur unnið myndbönd með rokksveitum á borð við Ramstein og Motorhead og lýst upp fjölmargar byggingar og sögulega staði um víða veröld. Meðal þeirra má nefna Akrópólis í Grikklandi. Hof segir margt þurfa að fara saman svo verkefnið verði að veruleika. „Við þurfum rétta fólkið og við höfum rétta fólkið hér. Í öðru lagi þurfum við réttu pólitísku kringumstæðurnar. Fólkið vill þetta. Í þriðja lagi er þetta ótrúlega fallegur staður. Í fjórða lagi þarf verkefnið að hafa réttu skilaboðin og þau eru þetta stóra umhverfisvandamál allrar jarðarinnar,“ útskýrir Hof. Þá kveður Hof sögu Jules Werne um Ferðina inn að miðju jarðar í gegnum Snæfellsjökul ljá verkefninu sérstaka vídd. „Ég get ekkert sagt á þessu augnabliki um það hvernig þetta muni líta út en ég vil segja að Jules Werne var í leiðangri að miðju jarðar. Ég sjálfur, sem listamaður, ásamt ykkur, íbúum Íslands, mun reyna að senda ákall til himins,“ segir Hof og bendir á að í raun sé himininn eins og sýningartjald sem allir geta litið á. Bergljót Arnalds og Páll Ásgeir Davíðsson áttu hugmyndina að því að fá Hof til landsins. Síðan fengu þau til liðs við sig íslenska fyrirtækið Northern Lights Energy. Bergljót leiðir tónlistarsköpun sem verður hluti sýningarinnar og byggir á hljóðum Snæfellsjökuls sjálfs. Páll Ásgeir segir verkefnið unnið út frá hugmyndinni um samfélagslega ábyrgð. Bæta hafa þurft ímynd Íslands eftir eldgos og efnahagshrun. „Það er snilld fyrir Íslendinga eftir að hafa haft eldgos í jökli á Íslandi að öðrum jökli á landinu sé breytt í listaverk,“ segir Páll Ásgeir. gar@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
„Þetta verða skilaboð til allra hér á jörðu um að við verðum að takast á við hnattræna hlýnun,“ segir þýski listamaðurinn Gert Hof, sem áætlar að lýsa upp sjálfan Snæfellsjökul í október á þessu ári. Hof segist lengi hafa verið hugfanginn af Norðurpólnum og að boð um að koma hingað hafi fallið vel að því. Hann skoðaði aðstæður á Snæfellsjökli í gær og kveðst heillaður af landslaginu hér. „Það er virkilega undravert og á sama tíma ögrandi fyrir mig sem listamann,“ segir hann. Hof fæddist í Austur-Þýskalandi árið 1951. Hann var lengi leikstjóri og óperustjóri áður en hann gekk rokklistinni á hönd á tíunda áratugnum og útvíkkaði sviðslist sína svo um munaði. Hof hefur unnið myndbönd með rokksveitum á borð við Ramstein og Motorhead og lýst upp fjölmargar byggingar og sögulega staði um víða veröld. Meðal þeirra má nefna Akrópólis í Grikklandi. Hof segir margt þurfa að fara saman svo verkefnið verði að veruleika. „Við þurfum rétta fólkið og við höfum rétta fólkið hér. Í öðru lagi þurfum við réttu pólitísku kringumstæðurnar. Fólkið vill þetta. Í þriðja lagi er þetta ótrúlega fallegur staður. Í fjórða lagi þarf verkefnið að hafa réttu skilaboðin og þau eru þetta stóra umhverfisvandamál allrar jarðarinnar,“ útskýrir Hof. Þá kveður Hof sögu Jules Werne um Ferðina inn að miðju jarðar í gegnum Snæfellsjökul ljá verkefninu sérstaka vídd. „Ég get ekkert sagt á þessu augnabliki um það hvernig þetta muni líta út en ég vil segja að Jules Werne var í leiðangri að miðju jarðar. Ég sjálfur, sem listamaður, ásamt ykkur, íbúum Íslands, mun reyna að senda ákall til himins,“ segir Hof og bendir á að í raun sé himininn eins og sýningartjald sem allir geta litið á. Bergljót Arnalds og Páll Ásgeir Davíðsson áttu hugmyndina að því að fá Hof til landsins. Síðan fengu þau til liðs við sig íslenska fyrirtækið Northern Lights Energy. Bergljót leiðir tónlistarsköpun sem verður hluti sýningarinnar og byggir á hljóðum Snæfellsjökuls sjálfs. Páll Ásgeir segir verkefnið unnið út frá hugmyndinni um samfélagslega ábyrgð. Bæta hafa þurft ímynd Íslands eftir eldgos og efnahagshrun. „Það er snilld fyrir Íslendinga eftir að hafa haft eldgos í jökli á Íslandi að öðrum jökli á landinu sé breytt í listaverk,“ segir Páll Ásgeir. gar@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira