Lífið

Harrison Ford málaði flugvélarnar sínar fimm grænar - og þyrluna líka

Harrison er 68 ára gamall. Hann leikur í tveimur nýjum kvikmyndum í ár, Extraordinary Measures og Morning Glory.
Harrison er 68 ára gamall. Hann leikur í tveimur nýjum kvikmyndum í ár, Extraordinary Measures og Morning Glory.
Leikarinn Harrison Ford er ötull flugmaður og á fimm flugvélar og eina þyrlu. Flug er hans aðaláhugamál og þykir honum ekkert betra en að fljúga um loftin blá.

Harrison vill aftur á móti ekki vera eins og allir hinir og þess vegna tók hann sig til og málaði allar flugvélarnar og þyrluna grænar. Þetta er víst óalgengur litur fyrir flugvélar en Harrison vildi að fjölskylda hans og vinir gætu þekkt hann auðveldlega þegar hann flýgur yfir. Þar að auki er grænn uppáhaldsliturinn hans.

„Ég er ekki bara leikari, ég er líka flugmaður,“ sagði hann í viðtali fyrir nokkru. Hann hefur flogið í mörg ár og kann að meta frelsið sem því fylgir. Þó ekki væri nema að losna frá ágengum ljósmyndurum og aðdáendum.

Harrison hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum. Þannig að næst þegar græn flugvél lendir í Reykjavík eða Keflavík gæti hann verið þar á ferð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.