Enski boltinn

Guus Hiddink vill endilega komast aftur til Englands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guus Hiddink vann enska bikarinn með Chelsea síðasta vor.
Guus Hiddink vann enska bikarinn með Chelsea síðasta vor. Mynd/AFP

Hollendingurinn Guus Hiddink gerði frábæra hluti með Chelsea í fyrravetur þegar hann tók við liðinu af Luiz Felipe Scolari á miðju tímabili og nú vil hann hætta með rússneska landsliðið og komastað hjá liði í ensku úrvalsdeildinni.

Rússneska landsliðinu mistókst að komast á HM í Suður-Afríku sem fram fer í sumar en Hiddink stýrði Chelsea-liðinu seinni hluta síðasta vetur með fram því að halda utan um taumana hjá landsliði Rússa.

„Ég ætla að byrja á því að hitta formann knattspyrnusambands Rússa og fara yfir mín framtíðarplön en ég vil þjálfa í Englandi á ný," sagði Guus Hiddink sem var einnig við stjórnvölinn hjá PSV Eindhoven og Real Madrid á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×