Innlent

Óspektir og fyllerí á Akureyri

Ólæti á Akureyri vegna bíladaga.
Ólæti á Akureyri vegna bíladaga.

Lögreglan á Akureyri hefur í nógu að snúast vegna Bíladaga sem þar eru haldnir um helgina. Fangaklefar voru fullir í nótt. Mikið var um óspektir en enginn var kærður fyrir líkamsmeiðingar, að sögn lögreglu.

"Það var talsvert um pústra en engar líkamsmeiðingar. Krakkarnir voru að skemmta sér til átta um morguninn. Það voru óspektir og mikið fyllerí," sagði vakstjóri hjá Lögreglunni á Akureyri í samtali við Vísi.

Ökumaður var tekinn fyrir að keyra á 134 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50. Tvö umferðaróhöpp voru á Akureyri en meiðsli minniháttar. Í morgun kviknaði í lyftara sem var inni í vinnuverkstæði Orkuveitu Reykjavíkur og myndaðist nokkur reykur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×