Spurning um raunsæi 19. júní 2010 06:00 Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu öllu. Fjöldi fólks nýtur ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið til vinnu sinnar og séð sér farborða. Það fólk er upp á ríki og sveitarfélög komið með framfærslu sína. Allir sjá að ástandið er alvarlegt og þörf á samstöðu allra. Nú duga hvorki stórkarlalegar yfirlýsingar né heldur leit að hugsanlegum sökudólgum, sem sumir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar vilja meina að standi í vegi fyrir framkvæmdum. Nú þarf að finna lausnir sem byggja á stöðunni eins og hún er. Draumóranir geta beðið betri tíma. Öllum á Suðunesjum er ljóst að hér hafa verið gefnar út svonefndar viljayfirlýsingar sem ýtt hafa undir væntingar um betri tíma. Við höfum séð stál-, stól- og spikverksmiðjur koma og fara. Kröftunum, getunni og athyglinni hefur verið dreift svo menn hafa haldið að hér fyndist fyriheitna landið. Það hefur ekki ræst. Nú þurfum við að einbeita okkur og ná samstöðu um þau verkefni sem þó geta orðið að veruleika. Og eru raunhæf. Álver í Helguvík hefur nú í mörg ár verið helsta von Suðurnesjamanna hvað atvinnusköpun varðar. Fyrsti áfangi álversins hefur þegar verið samþykktur og bygging á kerskálum er langt komin. Norðurál segir fjármögnun tryggða. Orkuöflun og orkuverð virðast nú vera helsti hemillinn á veginum. Krafan um tryggingu orku til 360 þúsund tonna álvers setur þar strik í reikninginn. Á þeim kröfum þarf að slaka og betra að sníða sér stakk eftir vexti. Gagnaver á Ásbrú og svonefnt EC-verkefni ásamt ýmsum verkefnum tengdum ferðaþjónustu, virðast við fyrstu sýn vera álitlegustu kostirnir í atvinnumálum. Og eftir miklu að slægjast nái þessi verkefni að verða að veruleika. Öll þau verkefni sem hér hafa verið talin flokkast undir það sem kalla má stórframkvæmdir, og krefjast mikils fjámagns. En við megum ekki gleyma því smáa. Það vekur athygli þegar atvinnumál á Suðurnesjum eru skoðuð að stuðningur við atvinnusköpun minni fyrirtækja á vegum sveitarfélaganna er lítill. Starfsmaður í hlutastarfi sinnir þeim málaflokk á vegum sveitarfélaganna, og atvinnumál í Reykjanesbæ eru vistuð hjá hafnarverðinum. Kadeco sinnir uppbyggingu atvinnulífs á Ásbrú. Hér þarf að gera átak til úrbóta. Leiða saman krafta þeirra sem vinna að atvinnusköpun á Suðurnesjum. Virkja hverja þá góðu hugmynd upp kemur og markvisst gera þær að veruleika. Það er okkur öllum ljóst sem á Suðurnesjum búa að framtíðin er undir okkur komin. Við eigum að hætta að berjast við ímyndaða andstæðinga og leggja okkar mál þannig fram að þau séu raunhæf og í takt við stöðuna. Öðruvísi náum við ekki þeim árangri sem vinnur bug á því atvinnuleysisböli sem hér ríkir. Þetta er ekki spurning um bjartsýni eða kjark. Þetta er spurning um raunsæi og samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu öllu. Fjöldi fólks nýtur ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið til vinnu sinnar og séð sér farborða. Það fólk er upp á ríki og sveitarfélög komið með framfærslu sína. Allir sjá að ástandið er alvarlegt og þörf á samstöðu allra. Nú duga hvorki stórkarlalegar yfirlýsingar né heldur leit að hugsanlegum sökudólgum, sem sumir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar vilja meina að standi í vegi fyrir framkvæmdum. Nú þarf að finna lausnir sem byggja á stöðunni eins og hún er. Draumóranir geta beðið betri tíma. Öllum á Suðunesjum er ljóst að hér hafa verið gefnar út svonefndar viljayfirlýsingar sem ýtt hafa undir væntingar um betri tíma. Við höfum séð stál-, stól- og spikverksmiðjur koma og fara. Kröftunum, getunni og athyglinni hefur verið dreift svo menn hafa haldið að hér fyndist fyriheitna landið. Það hefur ekki ræst. Nú þurfum við að einbeita okkur og ná samstöðu um þau verkefni sem þó geta orðið að veruleika. Og eru raunhæf. Álver í Helguvík hefur nú í mörg ár verið helsta von Suðurnesjamanna hvað atvinnusköpun varðar. Fyrsti áfangi álversins hefur þegar verið samþykktur og bygging á kerskálum er langt komin. Norðurál segir fjármögnun tryggða. Orkuöflun og orkuverð virðast nú vera helsti hemillinn á veginum. Krafan um tryggingu orku til 360 þúsund tonna álvers setur þar strik í reikninginn. Á þeim kröfum þarf að slaka og betra að sníða sér stakk eftir vexti. Gagnaver á Ásbrú og svonefnt EC-verkefni ásamt ýmsum verkefnum tengdum ferðaþjónustu, virðast við fyrstu sýn vera álitlegustu kostirnir í atvinnumálum. Og eftir miklu að slægjast nái þessi verkefni að verða að veruleika. Öll þau verkefni sem hér hafa verið talin flokkast undir það sem kalla má stórframkvæmdir, og krefjast mikils fjámagns. En við megum ekki gleyma því smáa. Það vekur athygli þegar atvinnumál á Suðurnesjum eru skoðuð að stuðningur við atvinnusköpun minni fyrirtækja á vegum sveitarfélaganna er lítill. Starfsmaður í hlutastarfi sinnir þeim málaflokk á vegum sveitarfélaganna, og atvinnumál í Reykjanesbæ eru vistuð hjá hafnarverðinum. Kadeco sinnir uppbyggingu atvinnulífs á Ásbrú. Hér þarf að gera átak til úrbóta. Leiða saman krafta þeirra sem vinna að atvinnusköpun á Suðurnesjum. Virkja hverja þá góðu hugmynd upp kemur og markvisst gera þær að veruleika. Það er okkur öllum ljóst sem á Suðurnesjum búa að framtíðin er undir okkur komin. Við eigum að hætta að berjast við ímyndaða andstæðinga og leggja okkar mál þannig fram að þau séu raunhæf og í takt við stöðuna. Öðruvísi náum við ekki þeim árangri sem vinnur bug á því atvinnuleysisböli sem hér ríkir. Þetta er ekki spurning um bjartsýni eða kjark. Þetta er spurning um raunsæi og samstöðu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun