Til hagsbóta fyrir marga 17. júní 2010 06:00 Steingrímur J. Sigfússon Fjármálaráðherra segir að það sé með endemum að það sé að koma á daginn að umfangsmikil lánastarfsemi á Íslandi hafi verið byggð á ólögmætum gjörningum. „Það er alveg ljóst að í ljósi gengisþróunar krónunnar verður þetta til hagsbóta fyrir marga sem höfðu tekið gengisáhættu og orðið fyrir búsifjum. Á hina hliðina eru það lánveitendurnir sem verða fyrir verulegu höggi. En rétt skal vera rétt og það er gott að það er komin niðurstaða að svo miklu leyti sem hún er skýr og verði fordæmisgefandi, sem er rétt að skoða," segir fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon. Nú þurfi að vinna úr niðurstöðunni vel og af yfirvegun. Hann hafði verið spurður hvort hann fagnaði dómum Hæstaréttar með neytendum eða syrgði með lánveitendum. Um hvort þetta geti ekki létt þrýstingi af stjórnvöldum, um að koma til móts við vanda skuldugra heimila, segir Steingrímur: „Það er alveg ljóst að verulegur vandi heimilanna hefur tengst gjaldeyrislánunum, sem segir sína sögu af ábyrgðarleysinu að vera að halda því að fólki að taka lán í erlendum gengisviðmiðun, með tekjur í íslenskum krónum. Þegar við bætist að þau lán reynast ólögmæt er þetta alveg yfirgengilegt. En það er á ábyrgð þeirra sem að því stóðu og þetta var látið viðgangast hér í mörg ár. Þannig að það verður að vísa þeirri ábyrgð þangað. Þetta verður væntanlega til hagsbóta fyrir fjölda einstaklinga sem ella hefðu setið uppi með þunga greiðslubyrði. Ég tel að stjórnvöld hafi verið að gera sitt besta í þeim efnum. En þetta auðvitað breytir þeirri stöðu, að minnsta kosti gagnvart þessum hluta skuldara, það er alveg ljóst. Þetta skapar hins vegar ákveðinn vanda annars staðar, einhverjir verða fyrir tjóni á móti og það kemur þá annars staðar fram." Steingrímur segir að það sé „alls ekki sjálfgefið" að niðurstaðan kalli á sérstök viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Spurður um þá sem hafa verið gerðir gjaldþrota vegna slíkra samninga, hvort ríkisvaldið verði málsvari þeirra, til dæmis í málssókn gegn lánastofnunum, segir ráðherra að það sé „réttur hvers og eins sem gildir í því". Aðstæður séu mismunandi. „Það er kannski ótímabært að svara fyrir það að svo stöddu, en ljóst að það geta komið upp ýmis álita- og uppgjörsmál vegna þessa. Það er tiltölulega einfalt að reikna þá lánasamninga sem eru í gildi, að endurreikna þá og leiðrétta. En svo eru tilvik, þar sem hefur kannski komið til fjárnáms eða vörslusviptingar eða þess háttar. Hvort menn eiga rétt á endurgreiðslu eða hvað - ég held að ég geti ekki farið inn í það á þessu stigi." - kóþ Fréttir Innlent Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það sé með endemum að það sé að koma á daginn að umfangsmikil lánastarfsemi á Íslandi hafi verið byggð á ólögmætum gjörningum. „Það er alveg ljóst að í ljósi gengisþróunar krónunnar verður þetta til hagsbóta fyrir marga sem höfðu tekið gengisáhættu og orðið fyrir búsifjum. Á hina hliðina eru það lánveitendurnir sem verða fyrir verulegu höggi. En rétt skal vera rétt og það er gott að það er komin niðurstaða að svo miklu leyti sem hún er skýr og verði fordæmisgefandi, sem er rétt að skoða," segir fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon. Nú þurfi að vinna úr niðurstöðunni vel og af yfirvegun. Hann hafði verið spurður hvort hann fagnaði dómum Hæstaréttar með neytendum eða syrgði með lánveitendum. Um hvort þetta geti ekki létt þrýstingi af stjórnvöldum, um að koma til móts við vanda skuldugra heimila, segir Steingrímur: „Það er alveg ljóst að verulegur vandi heimilanna hefur tengst gjaldeyrislánunum, sem segir sína sögu af ábyrgðarleysinu að vera að halda því að fólki að taka lán í erlendum gengisviðmiðun, með tekjur í íslenskum krónum. Þegar við bætist að þau lán reynast ólögmæt er þetta alveg yfirgengilegt. En það er á ábyrgð þeirra sem að því stóðu og þetta var látið viðgangast hér í mörg ár. Þannig að það verður að vísa þeirri ábyrgð þangað. Þetta verður væntanlega til hagsbóta fyrir fjölda einstaklinga sem ella hefðu setið uppi með þunga greiðslubyrði. Ég tel að stjórnvöld hafi verið að gera sitt besta í þeim efnum. En þetta auðvitað breytir þeirri stöðu, að minnsta kosti gagnvart þessum hluta skuldara, það er alveg ljóst. Þetta skapar hins vegar ákveðinn vanda annars staðar, einhverjir verða fyrir tjóni á móti og það kemur þá annars staðar fram." Steingrímur segir að það sé „alls ekki sjálfgefið" að niðurstaðan kalli á sérstök viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Spurður um þá sem hafa verið gerðir gjaldþrota vegna slíkra samninga, hvort ríkisvaldið verði málsvari þeirra, til dæmis í málssókn gegn lánastofnunum, segir ráðherra að það sé „réttur hvers og eins sem gildir í því". Aðstæður séu mismunandi. „Það er kannski ótímabært að svara fyrir það að svo stöddu, en ljóst að það geta komið upp ýmis álita- og uppgjörsmál vegna þessa. Það er tiltölulega einfalt að reikna þá lánasamninga sem eru í gildi, að endurreikna þá og leiðrétta. En svo eru tilvik, þar sem hefur kannski komið til fjárnáms eða vörslusviptingar eða þess háttar. Hvort menn eiga rétt á endurgreiðslu eða hvað - ég held að ég geti ekki farið inn í það á þessu stigi." - kóþ
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent