Elísabet Fritzl hefur nýtt líf Óli Tynes skrifar 22. nóvember 2010 14:47 Þessi mynd er af Elísabetu 18 ára skömmu áður en faðirinn lokaði hana inni. Engin mynd hefur verið birt af henni eftir 24 ára fangavist. Elísabet Fritzl sem faðirinn hélt fanginni í kjallarakompu í 24 ár er samámsaman að venjast því að lifa eðlilegu lífi. Hún er fjárhagslega sjálstæð eftir að hafa fengið bætur bæði frá stjórnvöldum og fjölmiðlum og hefur keypt sér hús í sveitaþorpi skammt frá heimabænum Amstetten. Býr með lífverði sínum Þar búa með henni börnin sex sem hún eignaðist með föður sínum. Elísabet sem er 44 ára gömul varð ástfangin af einum lífvarða sinna sem er 23 árum yngri en hún. Hann býr einnig með henni í húsinu. Elísabet og börn hennar fengu öll ný nöfn áður en þau yfirgáfu sjúkrahúsið þar sem þau dvöldu fyrstu mánuðina eftir að þau losnuðu úr prísundinni. Fjölmiðlum hefur verið bannað að birta nýju nöfnin og heimilisfang fjölskyldunnar. Eftirlitsmyndavélar vakta húsið úr öllum áttum og ef þar sjást einhverjir grunsamlegir á kreiki er lögreglan fljót á vettvang. Nágrannarnir vita hver fjölskyldan er og einnig þeir hafa ópinbert eftirlit með henni. Börnin öll í skóla Börnin sex eru á aldrinum sex til 21. árs. Þau ganga öll í skóla. Elísabet ól þrjú barnanna upp í kjallaranum en hin þrjú tók Jósef Fritzl, faðirinn, af henni skömmu eftir að þau fæddust. Hann hafði búið til þá sögu að Elísabet hefði stungið af frá heimilinu en skilað þessum börnum á tröppurnar á húsi foreldranna. Þau ólust upp hjá honum og Rosemarie konu hans. Öll saman -nema Jósef Danska vefritið bt.dk segir að svo virðist sem Elísabet sé að sættast við móðir sína. Hún hafi fyrst talið víst að Rosemarie hefði vitað af fangelsuninni. Nú sé hún farin að trúa því að svo hafi ekki verið. Börnin sem ólust upp hjá ömmu sinni og afa/föður una sér vel hjá Elísabet og systkinum sínum. Fjölskyldan virðist því loks vera að sameinast. Að frátöldum auðvitað Jósef Fritzl sem afplánar lífstíðar fangelsisdóm. Austurríki Mál Josef Fritzl Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Elísabet Fritzl sem faðirinn hélt fanginni í kjallarakompu í 24 ár er samámsaman að venjast því að lifa eðlilegu lífi. Hún er fjárhagslega sjálstæð eftir að hafa fengið bætur bæði frá stjórnvöldum og fjölmiðlum og hefur keypt sér hús í sveitaþorpi skammt frá heimabænum Amstetten. Býr með lífverði sínum Þar búa með henni börnin sex sem hún eignaðist með föður sínum. Elísabet sem er 44 ára gömul varð ástfangin af einum lífvarða sinna sem er 23 árum yngri en hún. Hann býr einnig með henni í húsinu. Elísabet og börn hennar fengu öll ný nöfn áður en þau yfirgáfu sjúkrahúsið þar sem þau dvöldu fyrstu mánuðina eftir að þau losnuðu úr prísundinni. Fjölmiðlum hefur verið bannað að birta nýju nöfnin og heimilisfang fjölskyldunnar. Eftirlitsmyndavélar vakta húsið úr öllum áttum og ef þar sjást einhverjir grunsamlegir á kreiki er lögreglan fljót á vettvang. Nágrannarnir vita hver fjölskyldan er og einnig þeir hafa ópinbert eftirlit með henni. Börnin öll í skóla Börnin sex eru á aldrinum sex til 21. árs. Þau ganga öll í skóla. Elísabet ól þrjú barnanna upp í kjallaranum en hin þrjú tók Jósef Fritzl, faðirinn, af henni skömmu eftir að þau fæddust. Hann hafði búið til þá sögu að Elísabet hefði stungið af frá heimilinu en skilað þessum börnum á tröppurnar á húsi foreldranna. Þau ólust upp hjá honum og Rosemarie konu hans. Öll saman -nema Jósef Danska vefritið bt.dk segir að svo virðist sem Elísabet sé að sættast við móðir sína. Hún hafi fyrst talið víst að Rosemarie hefði vitað af fangelsuninni. Nú sé hún farin að trúa því að svo hafi ekki verið. Börnin sem ólust upp hjá ömmu sinni og afa/föður una sér vel hjá Elísabet og systkinum sínum. Fjölskyldan virðist því loks vera að sameinast. Að frátöldum auðvitað Jósef Fritzl sem afplánar lífstíðar fangelsisdóm.
Austurríki Mál Josef Fritzl Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira