Skoðun

Ríkisstjórn áfölskum forsendum

Ég hafði óbilandi trú á þessari ríkisstjórn þegar hún tók við völdum. „Mér blæðir það í augum sem Íslendingi" hvað aðgerðarleysi hennar í málefnum heimilanna hefur verið algjört. Þau komust til valda algjörlega á fölskum forsendum. Ég er svo yfir mig gáttaður á getuleysi þessarar ríkisstjórnar, slæm var stjórnin sem var fyrir en þessi stjórn er að slá öll met í verkleysi og vankunnáttu.

Til hvers heldur þetta fólk að það sé kosið á þing? Þetta fólk er búið að hafa öll tækifæri í heiminum frá því þau tóku við til þess að taka á þessum málum. Ef þessi ríkisstjórn hefði tekið strax á lánamálum heimilanna t.d. með 20-30% leiðréttingu erlendra lána hefði staðan verið allt önnur í dag. Ég er viss um að 99% fólksins í landinu hefði sætt sig við það, þá hefðu þeir átt að frysta vísitöluna í byrjun árs 2008. Hvernig dirfast þau að halda því fram að við höfum ekki efni á þessu, því staðreyndin er sú að leið ríkisstjórnarinnar verður mikið dýrari þegar upp verður staðið. Mig langar að nefna eitt dæmi sem ég þekki um fólk sem keypti íbúð á 30 millj. fyrir kreppu. Þau áttu eigin sparnað upp á 12 millj. og tóku 18 millj. að láni hjá Frjálsa fjárfestingabankanum. Núna, eftir nýjustu æfingar Árna Páls og Steingríms, er sparnaður þeirra upp á 12 millj. farinn út um gluggann, eftirstöðvar af láninu eru rúmlega 30 millj. og íbúðin kannski að verðmæti 20 millj. Ráðherrar í ríkisstjórninni kalla aðra stjórnmálamenn vitleysinga. Margur telur mig sig, ég segi burt með vitleysinga-ríkisstjórnina, ykkar tími er farinn.

Steingrímur, þú staglast sífellt á því hvað þetta er erfitt, það er af því að þú kannt bara að blaðra en ekkert til verka!

Getur verið að þessi afglöp ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna þurfi að fara fyrir landsdóm?




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×