Ískaffi Frú Berglaugar 24. september 2010 14:29 Ískaffið er ofureinfalt og gómsætt. Myndir/GVA Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann. Kaffihúsið Frú Berglaug er í hringiðunni á horni Bergstaðastrætis og Laugavegs. Við fengum uppskrift að girnilegu ískaffi hjá Agöthu Ýr Gunnarsdóttur, sem starfar á Frú Berglaugu. Auk góðra kaffidrykkja býður Frú Berglaug upp á mikið úrval af kökum, einar tíu tegundir, ekki alltaf þær sömu, auk þess sem humarsamlokur og -salöt eru á matseðlinum og klassískur heimilismatur, eins og plokkfiskur og kjötsúpa. Agatha Ýr á Frú Berglaugu. Ískafffi frú Berglaugar 6 klakar tvöfaldur espressó 1 bolli mjólk 2 slettur karamellusíróp 2 msk. þeyttur rjómi smá súkkulaðispænir Setjið ísmola í stórt glas. Hellið kaffinu og mjólkinni út í og hrærið sírópinu vel saman við. Skreytið með þeyttum rjóma og stráið súkkulaðispæni yfir. Bragðast einkar vel með gulrótar- og ostaköku. -jma Drykkir Uppskriftir Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann. Kaffihúsið Frú Berglaug er í hringiðunni á horni Bergstaðastrætis og Laugavegs. Við fengum uppskrift að girnilegu ískaffi hjá Agöthu Ýr Gunnarsdóttur, sem starfar á Frú Berglaugu. Auk góðra kaffidrykkja býður Frú Berglaug upp á mikið úrval af kökum, einar tíu tegundir, ekki alltaf þær sömu, auk þess sem humarsamlokur og -salöt eru á matseðlinum og klassískur heimilismatur, eins og plokkfiskur og kjötsúpa. Agatha Ýr á Frú Berglaugu. Ískafffi frú Berglaugar 6 klakar tvöfaldur espressó 1 bolli mjólk 2 slettur karamellusíróp 2 msk. þeyttur rjómi smá súkkulaðispænir Setjið ísmola í stórt glas. Hellið kaffinu og mjólkinni út í og hrærið sírópinu vel saman við. Skreytið með þeyttum rjóma og stráið súkkulaðispæni yfir. Bragðast einkar vel með gulrótar- og ostaköku. -jma
Drykkir Uppskriftir Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira