Innlent

Meiri áhugi á líðan Jóns Gnarr en líðan borgarbúa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna segir að umræðan snúist meira um líðan Jóns Gnarr en líðan borgarbúa. Mynd/ Stefán.
Hanna Birna segir að umræðan snúist meira um líðan Jóns Gnarr en líðan borgarbúa. Mynd/ Stefán.
Umræðan um Reykjavíkurborg snýst meira um líðan borgarstjóra en líðan borgarbúa, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

Hanna Birna sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að þetta væri pínu sorglegt. „Umræðan snýst þessa dagana miklu meira um hans líðan, hvort hann er að hætta reykja, hvort hann er með höfuðverk, hvort hann er á spítala, sagði Hanna Birna. Hún sagðist ekki vera að gera lítið úr því fólki sem mynda meirihlutann í borgarstjórn. „Ég ber fulla virðingu fyrir þeirra áherslum og veit að þau vilja vel," sagði Hanna Birna.

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði að með þessum orðum sínum væri Hanna Birna í raun að gagnrýna það hvernig fjölmiðlar hefðu fjallað um borgarstjórann. Þetta væri ekki gagnrýni á borgarstjórann sjálfan. Hann sagði að þrátt fyrir að breytingar hefðu verið gerðar á hlutverki skrifstofustjóra borgarstjórnar hefði starf borgarstjóra ekki breyst frá því að Jón Gnarr tók við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×