Lífið

Hefur ekki orku fyrir börnin

Douglas segist ekki lengur hafa orku í að elta ungu börnin sín.
Douglas segist ekki lengur hafa orku í að elta ungu börnin sín.
Michael Douglas, sem nálgast óðfluga eftirlaunaaldurinn, segist ekki lengur hafa orku fyrir börnin sín.

Þau séu orkumikil og hin efri ár hafi lagst nokkuð þungt á sig.

„Ég verð að viðurkenna að það gleður mig mikið að eiga svona ung börn," segir Douglas í viðtali við Chicago Tribune en hann á Dylan sem er níu ára og Cary sem er sjö.

„En þau láta mig eldast ansi hratt. Ég næ þeim ekki, þau hlaupa hraðar en ég," bætti leikarinn við en eiginkona hans, Catherin Zeta Jones er töluvert yngri en hann.

Douglas segist hafa dregið mikið úr vinnu sinni því hann vilji eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.