Lífið

Ráðlagt að selja sundlaugar

Courteney Cox. MYND/Cover Media
Courteney Cox. MYND/Cover Media

Leikkonan Courteney Cox, 46 ára, fékk stóra tækifærið árið 1994 þegar hún landaði hlutverki Monicu í sjónvarpsþáttaröðinni Friends sem sló heldur betur í gegn á heimsvísu.

Skömmu áður en Courteney sló í gegn hafði pabbi hennar samband og bað hana koma heim að vinna með honum í fjölskyldufyrirtækinu við að hreinsa sundlaugar.

„Elskan þú hefur alltaf verið frábær sölukona og núna er kominn tími til að þú hættir að eltast við leikaradrauminn og komir heim að selja sundlaugar," sagði pabbi Courteney að hennar sögn.

Courteney giftist leikaranum David Arquette árið 1999. Saman eiga þau sex ára dóttur. Courteney segir hjónabandið ekki vera fullkomið og þess vegna reyna þau að rækta hvort annað og fjölskylduna á hverjum einasta degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.