Enski boltinn

Cotterill ráðinn til Portsmouth

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Steve Cotterill hefur verið ráðinn stjóri Portsmouth. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og tekur við af Avram Grant sem kominn er til West Ham. Cotterill stýrði Notts County til sigurs í 2. deild á Englandi, fjórðu efstu deild, en hætti með liðið eftir það. Hann á ærið verkefnið fyrir höndum, að taka til í herbúðum liðsins og setja saman lið fyrir baráttuna í Championship deildinni. Félagið á engan pening og margir leikmenn á förum frá félaginu. Cotterill stýrði áður Burnley.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×